Meirihlutinn sagður sýna skólunum vanvirðingu 17. nóvember 2009 04:30 Nemendur í Réttarholtsskóla þreyta samræmd próf. Fulltrúi skólastjóra telur skólastarfi sýnd vanvirða með því að skipa aðeins stjórnmálamenn í starfshóp um námsmat í grunnskólum.fréttablaðið/teitur „Mér finnst það fráleitt að taka ekki þá fagmenn sem starfa við þetta dags daglega í skólunum með í umræðuna. Það má segja að þetta sé ákveðin vanvirða við það starf sem fram fer í skólunum,“ segir Hreiðar Sigtryggsson, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær var tillögu Hreiðars, sem er áheyrnarfulltrúi í menntaráði, um að skólastjórar og kennarar ættu hverjir sinn fulltrúann í starfshópi um námsmat í grunnskólum, vísað frá af fulltrúum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem mynda meirihluta í ráðinu. Hreiðar segir sjálfsagt að skoða hvernig námsmati er háttað í skólum, en skipan hópsins gefi til kynna að niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrirfram. Til að mynda vanti fulltrúa menntasviðs í hópinn, en þar séu sérfræðingar í námsmati. „Það kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir að skipa þrjá pólitíska fulltrúa í hópinn, sama hvaða bakgrunn þeir hafa.“ Oddný Sturludóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í menntaráði, tekur undir þessi orð Hreiðars. Það sé fáheyrð vanvirðing við skólastjóra og kennara á unglingastigi að fella tillögu frá þeim sjálfum um að koma að endurskoðun námsmats í grunnskólum. „Skilaboðin frá meirihlutanum eru skýr: Grunnskólinn hefur það eina hlutverk að búa til nemendur fyrir framhaldsskólann og aðstoða framhaldsskólann til að velja nemendur eftir einkunnum. Að mati meiri hlutans kemur námsmat í tíunda bekk kennurum þeirra sömu nemenda ekki við.“ Oddný segir viðhorf Kjartans Magnússonar, formanns ráðsins, gamaldags, en hann lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hann vildi taka upp samræmd próf upp úr grunnskólum á ný. Prófin hafi verið stýrandi og staðið í vegi fyrir fjölbreyttum kennsluháttum á unglingastigi. Hreiðar segir borgina hafa markað sér stefnu um nám við hæfi hvers og eins í grunnskólum. Það þýði að staða nemenda við lok grunnskóla sé mjög mismunandi og framhaldsskólunum beri að koma til móts við þá við innritun. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun á næstunni funda með skólastjórum grunn- og framhaldsskóla um skilin á milli skólastiga. Starfshópur er í gangi í ráðuneytinu um innritunarmál í framhaldsskóla. kolbeinn@frettabladid.is Hreiðar sigtryggsson Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
„Mér finnst það fráleitt að taka ekki þá fagmenn sem starfa við þetta dags daglega í skólunum með í umræðuna. Það má segja að þetta sé ákveðin vanvirða við það starf sem fram fer í skólunum,“ segir Hreiðar Sigtryggsson, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær var tillögu Hreiðars, sem er áheyrnarfulltrúi í menntaráði, um að skólastjórar og kennarar ættu hverjir sinn fulltrúann í starfshópi um námsmat í grunnskólum, vísað frá af fulltrúum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem mynda meirihluta í ráðinu. Hreiðar segir sjálfsagt að skoða hvernig námsmati er háttað í skólum, en skipan hópsins gefi til kynna að niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrirfram. Til að mynda vanti fulltrúa menntasviðs í hópinn, en þar séu sérfræðingar í námsmati. „Það kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir að skipa þrjá pólitíska fulltrúa í hópinn, sama hvaða bakgrunn þeir hafa.“ Oddný Sturludóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í menntaráði, tekur undir þessi orð Hreiðars. Það sé fáheyrð vanvirðing við skólastjóra og kennara á unglingastigi að fella tillögu frá þeim sjálfum um að koma að endurskoðun námsmats í grunnskólum. „Skilaboðin frá meirihlutanum eru skýr: Grunnskólinn hefur það eina hlutverk að búa til nemendur fyrir framhaldsskólann og aðstoða framhaldsskólann til að velja nemendur eftir einkunnum. Að mati meiri hlutans kemur námsmat í tíunda bekk kennurum þeirra sömu nemenda ekki við.“ Oddný segir viðhorf Kjartans Magnússonar, formanns ráðsins, gamaldags, en hann lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hann vildi taka upp samræmd próf upp úr grunnskólum á ný. Prófin hafi verið stýrandi og staðið í vegi fyrir fjölbreyttum kennsluháttum á unglingastigi. Hreiðar segir borgina hafa markað sér stefnu um nám við hæfi hvers og eins í grunnskólum. Það þýði að staða nemenda við lok grunnskóla sé mjög mismunandi og framhaldsskólunum beri að koma til móts við þá við innritun. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun á næstunni funda með skólastjórum grunn- og framhaldsskóla um skilin á milli skólastiga. Starfshópur er í gangi í ráðuneytinu um innritunarmál í framhaldsskóla. kolbeinn@frettabladid.is Hreiðar sigtryggsson
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira