Meirihlutinn sagður sýna skólunum vanvirðingu 17. nóvember 2009 04:30 Nemendur í Réttarholtsskóla þreyta samræmd próf. Fulltrúi skólastjóra telur skólastarfi sýnd vanvirða með því að skipa aðeins stjórnmálamenn í starfshóp um námsmat í grunnskólum.fréttablaðið/teitur „Mér finnst það fráleitt að taka ekki þá fagmenn sem starfa við þetta dags daglega í skólunum með í umræðuna. Það má segja að þetta sé ákveðin vanvirða við það starf sem fram fer í skólunum,“ segir Hreiðar Sigtryggsson, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær var tillögu Hreiðars, sem er áheyrnarfulltrúi í menntaráði, um að skólastjórar og kennarar ættu hverjir sinn fulltrúann í starfshópi um námsmat í grunnskólum, vísað frá af fulltrúum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem mynda meirihluta í ráðinu. Hreiðar segir sjálfsagt að skoða hvernig námsmati er háttað í skólum, en skipan hópsins gefi til kynna að niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrirfram. Til að mynda vanti fulltrúa menntasviðs í hópinn, en þar séu sérfræðingar í námsmati. „Það kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir að skipa þrjá pólitíska fulltrúa í hópinn, sama hvaða bakgrunn þeir hafa.“ Oddný Sturludóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í menntaráði, tekur undir þessi orð Hreiðars. Það sé fáheyrð vanvirðing við skólastjóra og kennara á unglingastigi að fella tillögu frá þeim sjálfum um að koma að endurskoðun námsmats í grunnskólum. „Skilaboðin frá meirihlutanum eru skýr: Grunnskólinn hefur það eina hlutverk að búa til nemendur fyrir framhaldsskólann og aðstoða framhaldsskólann til að velja nemendur eftir einkunnum. Að mati meiri hlutans kemur námsmat í tíunda bekk kennurum þeirra sömu nemenda ekki við.“ Oddný segir viðhorf Kjartans Magnússonar, formanns ráðsins, gamaldags, en hann lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hann vildi taka upp samræmd próf upp úr grunnskólum á ný. Prófin hafi verið stýrandi og staðið í vegi fyrir fjölbreyttum kennsluháttum á unglingastigi. Hreiðar segir borgina hafa markað sér stefnu um nám við hæfi hvers og eins í grunnskólum. Það þýði að staða nemenda við lok grunnskóla sé mjög mismunandi og framhaldsskólunum beri að koma til móts við þá við innritun. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun á næstunni funda með skólastjórum grunn- og framhaldsskóla um skilin á milli skólastiga. Starfshópur er í gangi í ráðuneytinu um innritunarmál í framhaldsskóla. kolbeinn@frettabladid.is Hreiðar sigtryggsson Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Mér finnst það fráleitt að taka ekki þá fagmenn sem starfa við þetta dags daglega í skólunum með í umræðuna. Það má segja að þetta sé ákveðin vanvirða við það starf sem fram fer í skólunum,“ segir Hreiðar Sigtryggsson, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær var tillögu Hreiðars, sem er áheyrnarfulltrúi í menntaráði, um að skólastjórar og kennarar ættu hverjir sinn fulltrúann í starfshópi um námsmat í grunnskólum, vísað frá af fulltrúum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem mynda meirihluta í ráðinu. Hreiðar segir sjálfsagt að skoða hvernig námsmati er háttað í skólum, en skipan hópsins gefi til kynna að niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrirfram. Til að mynda vanti fulltrúa menntasviðs í hópinn, en þar séu sérfræðingar í námsmati. „Það kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir að skipa þrjá pólitíska fulltrúa í hópinn, sama hvaða bakgrunn þeir hafa.“ Oddný Sturludóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í menntaráði, tekur undir þessi orð Hreiðars. Það sé fáheyrð vanvirðing við skólastjóra og kennara á unglingastigi að fella tillögu frá þeim sjálfum um að koma að endurskoðun námsmats í grunnskólum. „Skilaboðin frá meirihlutanum eru skýr: Grunnskólinn hefur það eina hlutverk að búa til nemendur fyrir framhaldsskólann og aðstoða framhaldsskólann til að velja nemendur eftir einkunnum. Að mati meiri hlutans kemur námsmat í tíunda bekk kennurum þeirra sömu nemenda ekki við.“ Oddný segir viðhorf Kjartans Magnússonar, formanns ráðsins, gamaldags, en hann lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hann vildi taka upp samræmd próf upp úr grunnskólum á ný. Prófin hafi verið stýrandi og staðið í vegi fyrir fjölbreyttum kennsluháttum á unglingastigi. Hreiðar segir borgina hafa markað sér stefnu um nám við hæfi hvers og eins í grunnskólum. Það þýði að staða nemenda við lok grunnskóla sé mjög mismunandi og framhaldsskólunum beri að koma til móts við þá við innritun. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun á næstunni funda með skólastjórum grunn- og framhaldsskóla um skilin á milli skólastiga. Starfshópur er í gangi í ráðuneytinu um innritunarmál í framhaldsskóla. kolbeinn@frettabladid.is Hreiðar sigtryggsson
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira