Meirihlutinn sagður sýna skólunum vanvirðingu 17. nóvember 2009 04:30 Nemendur í Réttarholtsskóla þreyta samræmd próf. Fulltrúi skólastjóra telur skólastarfi sýnd vanvirða með því að skipa aðeins stjórnmálamenn í starfshóp um námsmat í grunnskólum.fréttablaðið/teitur „Mér finnst það fráleitt að taka ekki þá fagmenn sem starfa við þetta dags daglega í skólunum með í umræðuna. Það má segja að þetta sé ákveðin vanvirða við það starf sem fram fer í skólunum,“ segir Hreiðar Sigtryggsson, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær var tillögu Hreiðars, sem er áheyrnarfulltrúi í menntaráði, um að skólastjórar og kennarar ættu hverjir sinn fulltrúann í starfshópi um námsmat í grunnskólum, vísað frá af fulltrúum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem mynda meirihluta í ráðinu. Hreiðar segir sjálfsagt að skoða hvernig námsmati er háttað í skólum, en skipan hópsins gefi til kynna að niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrirfram. Til að mynda vanti fulltrúa menntasviðs í hópinn, en þar séu sérfræðingar í námsmati. „Það kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir að skipa þrjá pólitíska fulltrúa í hópinn, sama hvaða bakgrunn þeir hafa.“ Oddný Sturludóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í menntaráði, tekur undir þessi orð Hreiðars. Það sé fáheyrð vanvirðing við skólastjóra og kennara á unglingastigi að fella tillögu frá þeim sjálfum um að koma að endurskoðun námsmats í grunnskólum. „Skilaboðin frá meirihlutanum eru skýr: Grunnskólinn hefur það eina hlutverk að búa til nemendur fyrir framhaldsskólann og aðstoða framhaldsskólann til að velja nemendur eftir einkunnum. Að mati meiri hlutans kemur námsmat í tíunda bekk kennurum þeirra sömu nemenda ekki við.“ Oddný segir viðhorf Kjartans Magnússonar, formanns ráðsins, gamaldags, en hann lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hann vildi taka upp samræmd próf upp úr grunnskólum á ný. Prófin hafi verið stýrandi og staðið í vegi fyrir fjölbreyttum kennsluháttum á unglingastigi. Hreiðar segir borgina hafa markað sér stefnu um nám við hæfi hvers og eins í grunnskólum. Það þýði að staða nemenda við lok grunnskóla sé mjög mismunandi og framhaldsskólunum beri að koma til móts við þá við innritun. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun á næstunni funda með skólastjórum grunn- og framhaldsskóla um skilin á milli skólastiga. Starfshópur er í gangi í ráðuneytinu um innritunarmál í framhaldsskóla. kolbeinn@frettabladid.is Hreiðar sigtryggsson Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
„Mér finnst það fráleitt að taka ekki þá fagmenn sem starfa við þetta dags daglega í skólunum með í umræðuna. Það má segja að þetta sé ákveðin vanvirða við það starf sem fram fer í skólunum,“ segir Hreiðar Sigtryggsson, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær var tillögu Hreiðars, sem er áheyrnarfulltrúi í menntaráði, um að skólastjórar og kennarar ættu hverjir sinn fulltrúann í starfshópi um námsmat í grunnskólum, vísað frá af fulltrúum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem mynda meirihluta í ráðinu. Hreiðar segir sjálfsagt að skoða hvernig námsmati er háttað í skólum, en skipan hópsins gefi til kynna að niðurstaðan hafi verið ákveðin fyrirfram. Til að mynda vanti fulltrúa menntasviðs í hópinn, en þar séu sérfræðingar í námsmati. „Það kemur mér mjög spánskt fyrir sjónir að skipa þrjá pólitíska fulltrúa í hópinn, sama hvaða bakgrunn þeir hafa.“ Oddný Sturludóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í menntaráði, tekur undir þessi orð Hreiðars. Það sé fáheyrð vanvirðing við skólastjóra og kennara á unglingastigi að fella tillögu frá þeim sjálfum um að koma að endurskoðun námsmats í grunnskólum. „Skilaboðin frá meirihlutanum eru skýr: Grunnskólinn hefur það eina hlutverk að búa til nemendur fyrir framhaldsskólann og aðstoða framhaldsskólann til að velja nemendur eftir einkunnum. Að mati meiri hlutans kemur námsmat í tíunda bekk kennurum þeirra sömu nemenda ekki við.“ Oddný segir viðhorf Kjartans Magnússonar, formanns ráðsins, gamaldags, en hann lýsti því yfir í Fréttablaðinu í gær að hann vildi taka upp samræmd próf upp úr grunnskólum á ný. Prófin hafi verið stýrandi og staðið í vegi fyrir fjölbreyttum kennsluháttum á unglingastigi. Hreiðar segir borgina hafa markað sér stefnu um nám við hæfi hvers og eins í grunnskólum. Það þýði að staða nemenda við lok grunnskóla sé mjög mismunandi og framhaldsskólunum beri að koma til móts við þá við innritun. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun á næstunni funda með skólastjórum grunn- og framhaldsskóla um skilin á milli skólastiga. Starfshópur er í gangi í ráðuneytinu um innritunarmál í framhaldsskóla. kolbeinn@frettabladid.is Hreiðar sigtryggsson
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira