Enski boltinn

Benitez svaraði fyrir sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, stjóri Liverpool.
Rafa Benitez, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Rafa Benitez, stjóri Liverpool, svaraði í dag fyrir sig fullum hálsi vegna gagnrýni þeirra Graham Souness og Jürgen Klinsmann.

Báðir hafa gagnrýnt Liverpool og störf Benitez í enskum fjölmiðlum að undanförnu. Souness sagði til að mynda að hann hefði áhyggjur af því að félagið væri á hraðri niðurleið.

„Mér finnst þeir báðir hafa átt frábæru gengi að fagna sem knattspyrnustjórar,“ sagði Benitez í kaldhæðnislegum tón.

Liverpool mætir Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.

„Við þurfum að einbeita okkur að því verki og er það allt og sumt. Ef aðrir tjá sig of mikið þá er það þeirra mál. En stuðningsmennirnir vita jú vel hvað þeir hafa áorkað á sínum knattspyrnustjóraferlum.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×