Enski boltinn

Ribery gæti farið til Liverpool

Ómar Þorgeirsson skrifar
Franck Ribery.
Franck Ribery. Nordic photos/AFP

Það er að vanda mikið um slúður um enska boltann í enskum fjölmiðlum í dag og það nýjasta nýtt er að Frakkinn Franck Ribery gæti verið á leiðinni til Liverpool.

Vængmaðurinn var áður búinn að láta hafa eftir sér að hann færi til Real Madrid eða yrði áfram í herbúðum Bayern München en nú er aftur á móti greint frá því að veðmöngurum á Englandi hafi borist óvenju mikið af veðmálum þar sem viðskiptavinir þeirra setja pening á að Ribery fari til Liverpool.

Í gær var hægt að leggja undir að Ribery færi til Liverpool á líkunum 66/1 en sama veðmál er boðið með líkunum 8/13 í dag.

Svipað átti sér stað hjá Skybet degi áður en tilkynnt var um að Michael Owen færi til Manchester United.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×