Enski boltinn

Gallas á bjarta framtíð hjá Arsenal

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gallas með liðsfélögum sínum.
Gallas með liðsfélögum sínum.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að framtíð William Gallas sé á Emirates vellinum. Gallas hefur átt í vandræðum á tímabilinu, leikið undir væntingum og komist í fréttirnar á neikvæðan hátt.

Fyrr á tímabilinu var fyrirliðabandið tekið af Gallas og talið að hann væri á förum frá Arsenal. „Hans framtíð er hér og hún er björt. Hann hefur svarað gagnrýninni á réttan hátt, með góðri frammistöðu," sagði Wenger. „Hann hefur átt við meiðsli á ökkla að stríða en ætti að vera orðinn klár fyrir leikinn gegn Burnley á sunnudag."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×