Innlent

Tillögu Ólafs vísað til forsætisnefndar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur F. Magnússon lagði fram tillögu um að prófkjörsframbjóðendur upplýsi um fjárhagslega styrktaraðila sína. Mynd/ Valgarður.
Ólafur F. Magnússon lagði fram tillögu um að prófkjörsframbjóðendur upplýsi um fjárhagslega styrktaraðila sína. Mynd/ Valgarður.
Borgarráð vísaði í dag tillögu Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa til forsætisnefndar. Tillagan um að borgarfulltrúar upplýsi um öll fjárframlög til sveitarfélaga og einstaklinga innan þeirra framboða sem fengu háa fjárstyrki frá fyrirtækjum og hagsmunatengdum aðilum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Tillaga Ólafs felur í sér að borgarráð beini þeim eindregnu tilmælum til frambjóðenda í prófkjörum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar að þeir opni bókhald sitt þegar í stað.

Í greinargerð með frumvarpinu segir að tillagan sé lögð fram í tilefni að því að upplýst hafi verið um óvenjuleg fjárframlög Landsbankans, FL-Group og Byggingarfélagsins Eyktar til Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×