Enski boltinn

Sunderland neitar að gefa Cattermole upp á bátinn

Ómar Þorgeirsson skrifar
Lee Cattermole í leik með Wigan.
Lee Cattermole í leik með Wigan. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar eru forráðamenn Sunderland búnir að hækka kauptilboð sitt í miðjumanninn Lee Cattermole hjá Wigan en fyrra kauptilboðinu var hafnað umsvifalaust af stjórnarformanninum Dave Whelan hjá Wigan sem kvað leikmanninn ennfremur ekki vera til sölu.

Sunderland virðist hins vegar ekki láta sér segjast og knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Sunderland er mikill aðdáandi Cattermole og fékk hann á sínum tíma á 3,5 milljónir punda frá Middlesbrough þegar hann var stjóri Wigan.

Sunderland er talið hafa boðið 6 milljónir punda í enska u-21 árs landsliðsmanninn í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×