30 tonn af kókaíni í sýrópinu 24. september 2009 07:00 Á myndinni má sjá hluta af sýrópsbrúsunum sem lögreglan í Guayaquil, stærstu borg Ekvadors, lagði hald á í maí. Fíkniefnafundurinn er með þeim allra stærstu í sögunni.Fréttablaðið / ap Þrír Íslendingar sem handteknir voru í sumar og sátu um tíma í gæsluvarðhaldi, Ársæll Snorrason, Gunnar Viðar Árnason og Sigurður Ólason, voru taldir tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í heiminum. Í málinu lagði lögreglan í Ekvador hald á um 600 brúsa af melassa, eins konar dökku sýrópi, sem búið var að blanda í tæplega 30 tonnum af hreinu kókaíni. Efnin voru á leið til Evrópu og voru metin á hundruð milljónir dollara. Málið, sem gekk undir vinnuheitinu Landamærafellibylurinn hjá lögreglu, kom upp í maí síðastliðnum og vakti gríðarlega athygli ytra. Málið teygði anga sína til Hollands, Lettlands, Bahamaeyja, Þýskalands og Íslands og vel á annan tug manna var handtekinn vegna þess. Í Ekvador voru fimm handteknir, þrír Ekvadorar, einn Rússi og alræmdur lettneskur glæpamaður, Vladimir Mitrevics, sem kallaður er Sólblómið og er talinn einn af höfuðpaurunum. Sex voru handteknir í Hollandi, meðal þeirra Hollendingurinn Ronny Verwoerd og Ísraelsmaðurinn Erez Zizov. Sagt hefur verið frá því að þeir tveir hafi haft samskipti við þremenningana íslensku. Ársæll hafi komið þeim í samband við Sigurð, sem aftur hafi hjálpað þeim að stofna fyrirtæki á Íslandi til að kaupa vörubíla. Þessi tengsl leiddu til handtöku Íslendinganna. Í rökstuðningi lögreglu fyrir gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir þeim voru þeir sagðir grunaðir um aðild að tilraun til að smygla 17 af tonnunum 30 til Evrópu. Aðalmeðferð hefst í dag í máli Gunnars Viðars, sem einn er ákærður fyrir innflutning á sex kílóum af amfetamíni til landsins með póstsendingu í vor, sem send var frá Hollandi af Roel nokkrum Knopper. Knopper var einnig handtekinn í kókaínmálinu risavaxna. Sigurður og Ársæll eru ekki ákærðir í því máli, en ríkissaksóknari hefur enn til meðferðar ásakanir á hendur þeim um peningaþvætti og tengsl við alþjóðlegan glæpahring. stigur@frettabladid.is Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Þrír Íslendingar sem handteknir voru í sumar og sátu um tíma í gæsluvarðhaldi, Ársæll Snorrason, Gunnar Viðar Árnason og Sigurður Ólason, voru taldir tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í heiminum. Í málinu lagði lögreglan í Ekvador hald á um 600 brúsa af melassa, eins konar dökku sýrópi, sem búið var að blanda í tæplega 30 tonnum af hreinu kókaíni. Efnin voru á leið til Evrópu og voru metin á hundruð milljónir dollara. Málið, sem gekk undir vinnuheitinu Landamærafellibylurinn hjá lögreglu, kom upp í maí síðastliðnum og vakti gríðarlega athygli ytra. Málið teygði anga sína til Hollands, Lettlands, Bahamaeyja, Þýskalands og Íslands og vel á annan tug manna var handtekinn vegna þess. Í Ekvador voru fimm handteknir, þrír Ekvadorar, einn Rússi og alræmdur lettneskur glæpamaður, Vladimir Mitrevics, sem kallaður er Sólblómið og er talinn einn af höfuðpaurunum. Sex voru handteknir í Hollandi, meðal þeirra Hollendingurinn Ronny Verwoerd og Ísraelsmaðurinn Erez Zizov. Sagt hefur verið frá því að þeir tveir hafi haft samskipti við þremenningana íslensku. Ársæll hafi komið þeim í samband við Sigurð, sem aftur hafi hjálpað þeim að stofna fyrirtæki á Íslandi til að kaupa vörubíla. Þessi tengsl leiddu til handtöku Íslendinganna. Í rökstuðningi lögreglu fyrir gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir þeim voru þeir sagðir grunaðir um aðild að tilraun til að smygla 17 af tonnunum 30 til Evrópu. Aðalmeðferð hefst í dag í máli Gunnars Viðars, sem einn er ákærður fyrir innflutning á sex kílóum af amfetamíni til landsins með póstsendingu í vor, sem send var frá Hollandi af Roel nokkrum Knopper. Knopper var einnig handtekinn í kókaínmálinu risavaxna. Sigurður og Ársæll eru ekki ákærðir í því máli, en ríkissaksóknari hefur enn til meðferðar ásakanir á hendur þeim um peningaþvætti og tengsl við alþjóðlegan glæpahring. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira