30 tonn af kókaíni í sýrópinu 24. september 2009 07:00 Á myndinni má sjá hluta af sýrópsbrúsunum sem lögreglan í Guayaquil, stærstu borg Ekvadors, lagði hald á í maí. Fíkniefnafundurinn er með þeim allra stærstu í sögunni.Fréttablaðið / ap Þrír Íslendingar sem handteknir voru í sumar og sátu um tíma í gæsluvarðhaldi, Ársæll Snorrason, Gunnar Viðar Árnason og Sigurður Ólason, voru taldir tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í heiminum. Í málinu lagði lögreglan í Ekvador hald á um 600 brúsa af melassa, eins konar dökku sýrópi, sem búið var að blanda í tæplega 30 tonnum af hreinu kókaíni. Efnin voru á leið til Evrópu og voru metin á hundruð milljónir dollara. Málið, sem gekk undir vinnuheitinu Landamærafellibylurinn hjá lögreglu, kom upp í maí síðastliðnum og vakti gríðarlega athygli ytra. Málið teygði anga sína til Hollands, Lettlands, Bahamaeyja, Þýskalands og Íslands og vel á annan tug manna var handtekinn vegna þess. Í Ekvador voru fimm handteknir, þrír Ekvadorar, einn Rússi og alræmdur lettneskur glæpamaður, Vladimir Mitrevics, sem kallaður er Sólblómið og er talinn einn af höfuðpaurunum. Sex voru handteknir í Hollandi, meðal þeirra Hollendingurinn Ronny Verwoerd og Ísraelsmaðurinn Erez Zizov. Sagt hefur verið frá því að þeir tveir hafi haft samskipti við þremenningana íslensku. Ársæll hafi komið þeim í samband við Sigurð, sem aftur hafi hjálpað þeim að stofna fyrirtæki á Íslandi til að kaupa vörubíla. Þessi tengsl leiddu til handtöku Íslendinganna. Í rökstuðningi lögreglu fyrir gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir þeim voru þeir sagðir grunaðir um aðild að tilraun til að smygla 17 af tonnunum 30 til Evrópu. Aðalmeðferð hefst í dag í máli Gunnars Viðars, sem einn er ákærður fyrir innflutning á sex kílóum af amfetamíni til landsins með póstsendingu í vor, sem send var frá Hollandi af Roel nokkrum Knopper. Knopper var einnig handtekinn í kókaínmálinu risavaxna. Sigurður og Ársæll eru ekki ákærðir í því máli, en ríkissaksóknari hefur enn til meðferðar ásakanir á hendur þeim um peningaþvætti og tengsl við alþjóðlegan glæpahring. stigur@frettabladid.is Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Þrír Íslendingar sem handteknir voru í sumar og sátu um tíma í gæsluvarðhaldi, Ársæll Snorrason, Gunnar Viðar Árnason og Sigurður Ólason, voru taldir tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í heiminum. Í málinu lagði lögreglan í Ekvador hald á um 600 brúsa af melassa, eins konar dökku sýrópi, sem búið var að blanda í tæplega 30 tonnum af hreinu kókaíni. Efnin voru á leið til Evrópu og voru metin á hundruð milljónir dollara. Málið, sem gekk undir vinnuheitinu Landamærafellibylurinn hjá lögreglu, kom upp í maí síðastliðnum og vakti gríðarlega athygli ytra. Málið teygði anga sína til Hollands, Lettlands, Bahamaeyja, Þýskalands og Íslands og vel á annan tug manna var handtekinn vegna þess. Í Ekvador voru fimm handteknir, þrír Ekvadorar, einn Rússi og alræmdur lettneskur glæpamaður, Vladimir Mitrevics, sem kallaður er Sólblómið og er talinn einn af höfuðpaurunum. Sex voru handteknir í Hollandi, meðal þeirra Hollendingurinn Ronny Verwoerd og Ísraelsmaðurinn Erez Zizov. Sagt hefur verið frá því að þeir tveir hafi haft samskipti við þremenningana íslensku. Ársæll hafi komið þeim í samband við Sigurð, sem aftur hafi hjálpað þeim að stofna fyrirtæki á Íslandi til að kaupa vörubíla. Þessi tengsl leiddu til handtöku Íslendinganna. Í rökstuðningi lögreglu fyrir gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir þeim voru þeir sagðir grunaðir um aðild að tilraun til að smygla 17 af tonnunum 30 til Evrópu. Aðalmeðferð hefst í dag í máli Gunnars Viðars, sem einn er ákærður fyrir innflutning á sex kílóum af amfetamíni til landsins með póstsendingu í vor, sem send var frá Hollandi af Roel nokkrum Knopper. Knopper var einnig handtekinn í kókaínmálinu risavaxna. Sigurður og Ársæll eru ekki ákærðir í því máli, en ríkissaksóknari hefur enn til meðferðar ásakanir á hendur þeim um peningaþvætti og tengsl við alþjóðlegan glæpahring. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent