Innlent

Lögreglan fann stera og marijuana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan og tollverðir fundu nokkuð magn af sterum og fjármunum við húsleitir í gær auk þess sem Tollstjórinn lagði hald á nokkuð magn ólöglegs varnings.

Þá handtók lögreglan „góðkunningja" sinn í gær, þegar hann var á gangi í miðborginni, vegna gruns um sölu á fíkniefnum. Við leit á honum fundust 20 grömm af marijuana auk nokkurra fjármuna. Í framhaldinu var gerð húsleit á dvalarstað mannsins þar sem 180 grömm af marijuana fundust.

Viðurkenndi maðurinn að efnin væru ætluð til sölu og telst málið að fullu upplýst, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×