Enski boltinn

Ashley lækkar verðið á Newcastle

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mike Ashley.
Mike Ashley.

Mike Ashley, eigandi Newcastle, hefur ekkert gengið að selja félagið og breskir fjölmiðlar greina fá því í dag að hann sé því búinn að lækka verðmiðann á félaginu um 20 milljónir punda.

Upprunalega vildi Ashley fá 80 milljónir punda fyrir félagið en það er núna til sölu á 80 milljónir punda.

Kaupsýslumaðurinn Barry Moat hefur þótt líklegastur til þess að kaupa félagið en hefur dregið lappirnar verulega í málinu og það er farið að pirra Ashley.

„Barry Moat hefur verið að gera mig brjálaðan núna í tvö ár. Ef hann vill virkilega kaupa félagið þá hefur hann eitt tækifæri til þess. Þá verður hann að greiða 80 milljónir punda í peningum," sagði Ashley frekar pirraður við The Times en hann þarf að greiða 20 milljónir punda í félagið á ári til þess að halda því á floti.

Sjálfur greiddi hann 130 milljónir punda fyrir félagið á sínum tíma og tók þess utan við háum skuldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×