Áfram þokast í viðræðum um Icesave 26. september 2009 02:00 ósáttir Stuðningsmenn hollenska landsliðsins í knattspyrnu minntu á Icesave-skuldbindingar Íslendinga í leik landanna í undankeppni HM sem fram fór í Rotterdam í október í fyrra.nordicphotos/afp Vonir stóðu til að hægt yrði að ljúka Icesave-málinu í þessari viku, en þær vonir eru nú brostnar. Viðræður hafa staðið yfir milli fulltrúa ríkjanna þriggja og hefur málið þokast áfram. Jóhanna Sigurðardóttir sagðist í byrjun vikunnar vonast eftir lúkningu málsins fyrir helgi. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði hún óvíst hvort málið kláraðist fljótt eða nokkra daga þyrfti til viðbótar. „Síðast þegar ég frétti af þessu í gær [fimmtudag] þokaðist eitthvað áfram, en það er ekki komið svo langt að við getum sagt að það sé komin niðurstaða sem allar þjóðirnar sætta sig við." Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær fullyrti Már Guðmundsson seðlabankastjóri að lækkun stýrivaxta hefði strandað á Icesave. Það tefði fyrir endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og láni frá Norðurlöndunum. Már bað þá sem standa í vegi fyrir því að hugsa sig tvisvar, ef ekki þrisvar um. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur verið á Norður- og Austurlandi síðustu daga, að funda um vegagerðar- og sveitarstjórnarmál. Hann er væntanlegur til Reykjavíkur í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þó engir fundir áætlaðir um málið yfir helgina. Jóhanna sagði vissulega vonbrigði að ekki hefði tekist að ljúka málinu fyrir helgi eins og stefnt var að. Hún tekur undir með seðlabankastjóra að áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandalánin hangi á Icesave-spýtunni. „Það hangir ýmislegt á þessu, lánsfjármat þjóðarinnar getur hangið á þessu. Ég reikna með að það hafi verið partur af niðurstöðunni sem menn komust að í gær með stýrivextina að þetta mál er ekki enn komið í höfn." Forsætisráðherra segist þó ekki telja að Bretar og Hollendingar setji vísvitandi pressu á Íslendinga. „Nei, ég trúi því ekki að þeir haldi á málunum með þeim hætti. Ég geri mér grein fyrir því að þeir eru í erfiðleikum heima fyrir með þetta mál, en mér finnst menn vinna á þeim nótum að þeir hafi skilning á aðstæðum hver annars og það er auðvitað leiðin til að ná niðurstöðu." Alþingi verður sett á fimmtudag, en ráðamenn hafa sagt að breytingar á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave þurfi að koma til kasta þingsins. kolbeinn@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Vonir stóðu til að hægt yrði að ljúka Icesave-málinu í þessari viku, en þær vonir eru nú brostnar. Viðræður hafa staðið yfir milli fulltrúa ríkjanna þriggja og hefur málið þokast áfram. Jóhanna Sigurðardóttir sagðist í byrjun vikunnar vonast eftir lúkningu málsins fyrir helgi. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði hún óvíst hvort málið kláraðist fljótt eða nokkra daga þyrfti til viðbótar. „Síðast þegar ég frétti af þessu í gær [fimmtudag] þokaðist eitthvað áfram, en það er ekki komið svo langt að við getum sagt að það sé komin niðurstaða sem allar þjóðirnar sætta sig við." Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær fullyrti Már Guðmundsson seðlabankastjóri að lækkun stýrivaxta hefði strandað á Icesave. Það tefði fyrir endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og láni frá Norðurlöndunum. Már bað þá sem standa í vegi fyrir því að hugsa sig tvisvar, ef ekki þrisvar um. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur verið á Norður- og Austurlandi síðustu daga, að funda um vegagerðar- og sveitarstjórnarmál. Hann er væntanlegur til Reykjavíkur í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þó engir fundir áætlaðir um málið yfir helgina. Jóhanna sagði vissulega vonbrigði að ekki hefði tekist að ljúka málinu fyrir helgi eins og stefnt var að. Hún tekur undir með seðlabankastjóra að áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandalánin hangi á Icesave-spýtunni. „Það hangir ýmislegt á þessu, lánsfjármat þjóðarinnar getur hangið á þessu. Ég reikna með að það hafi verið partur af niðurstöðunni sem menn komust að í gær með stýrivextina að þetta mál er ekki enn komið í höfn." Forsætisráðherra segist þó ekki telja að Bretar og Hollendingar setji vísvitandi pressu á Íslendinga. „Nei, ég trúi því ekki að þeir haldi á málunum með þeim hætti. Ég geri mér grein fyrir því að þeir eru í erfiðleikum heima fyrir með þetta mál, en mér finnst menn vinna á þeim nótum að þeir hafi skilning á aðstæðum hver annars og það er auðvitað leiðin til að ná niðurstöðu." Alþingi verður sett á fimmtudag, en ráðamenn hafa sagt að breytingar á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave þurfi að koma til kasta þingsins. kolbeinn@frettabladid.is brjann@frettabladid.is
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira