Áfram þokast í viðræðum um Icesave 26. september 2009 02:00 ósáttir Stuðningsmenn hollenska landsliðsins í knattspyrnu minntu á Icesave-skuldbindingar Íslendinga í leik landanna í undankeppni HM sem fram fór í Rotterdam í október í fyrra.nordicphotos/afp Vonir stóðu til að hægt yrði að ljúka Icesave-málinu í þessari viku, en þær vonir eru nú brostnar. Viðræður hafa staðið yfir milli fulltrúa ríkjanna þriggja og hefur málið þokast áfram. Jóhanna Sigurðardóttir sagðist í byrjun vikunnar vonast eftir lúkningu málsins fyrir helgi. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði hún óvíst hvort málið kláraðist fljótt eða nokkra daga þyrfti til viðbótar. „Síðast þegar ég frétti af þessu í gær [fimmtudag] þokaðist eitthvað áfram, en það er ekki komið svo langt að við getum sagt að það sé komin niðurstaða sem allar þjóðirnar sætta sig við." Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær fullyrti Már Guðmundsson seðlabankastjóri að lækkun stýrivaxta hefði strandað á Icesave. Það tefði fyrir endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og láni frá Norðurlöndunum. Már bað þá sem standa í vegi fyrir því að hugsa sig tvisvar, ef ekki þrisvar um. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur verið á Norður- og Austurlandi síðustu daga, að funda um vegagerðar- og sveitarstjórnarmál. Hann er væntanlegur til Reykjavíkur í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þó engir fundir áætlaðir um málið yfir helgina. Jóhanna sagði vissulega vonbrigði að ekki hefði tekist að ljúka málinu fyrir helgi eins og stefnt var að. Hún tekur undir með seðlabankastjóra að áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandalánin hangi á Icesave-spýtunni. „Það hangir ýmislegt á þessu, lánsfjármat þjóðarinnar getur hangið á þessu. Ég reikna með að það hafi verið partur af niðurstöðunni sem menn komust að í gær með stýrivextina að þetta mál er ekki enn komið í höfn." Forsætisráðherra segist þó ekki telja að Bretar og Hollendingar setji vísvitandi pressu á Íslendinga. „Nei, ég trúi því ekki að þeir haldi á málunum með þeim hætti. Ég geri mér grein fyrir því að þeir eru í erfiðleikum heima fyrir með þetta mál, en mér finnst menn vinna á þeim nótum að þeir hafi skilning á aðstæðum hver annars og það er auðvitað leiðin til að ná niðurstöðu." Alþingi verður sett á fimmtudag, en ráðamenn hafa sagt að breytingar á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave þurfi að koma til kasta þingsins. kolbeinn@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Vonir stóðu til að hægt yrði að ljúka Icesave-málinu í þessari viku, en þær vonir eru nú brostnar. Viðræður hafa staðið yfir milli fulltrúa ríkjanna þriggja og hefur málið þokast áfram. Jóhanna Sigurðardóttir sagðist í byrjun vikunnar vonast eftir lúkningu málsins fyrir helgi. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði hún óvíst hvort málið kláraðist fljótt eða nokkra daga þyrfti til viðbótar. „Síðast þegar ég frétti af þessu í gær [fimmtudag] þokaðist eitthvað áfram, en það er ekki komið svo langt að við getum sagt að það sé komin niðurstaða sem allar þjóðirnar sætta sig við." Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær fullyrti Már Guðmundsson seðlabankastjóri að lækkun stýrivaxta hefði strandað á Icesave. Það tefði fyrir endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og láni frá Norðurlöndunum. Már bað þá sem standa í vegi fyrir því að hugsa sig tvisvar, ef ekki þrisvar um. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur verið á Norður- og Austurlandi síðustu daga, að funda um vegagerðar- og sveitarstjórnarmál. Hann er væntanlegur til Reykjavíkur í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þó engir fundir áætlaðir um málið yfir helgina. Jóhanna sagði vissulega vonbrigði að ekki hefði tekist að ljúka málinu fyrir helgi eins og stefnt var að. Hún tekur undir með seðlabankastjóra að áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Norðurlandalánin hangi á Icesave-spýtunni. „Það hangir ýmislegt á þessu, lánsfjármat þjóðarinnar getur hangið á þessu. Ég reikna með að það hafi verið partur af niðurstöðunni sem menn komust að í gær með stýrivextina að þetta mál er ekki enn komið í höfn." Forsætisráðherra segist þó ekki telja að Bretar og Hollendingar setji vísvitandi pressu á Íslendinga. „Nei, ég trúi því ekki að þeir haldi á málunum með þeim hætti. Ég geri mér grein fyrir því að þeir eru í erfiðleikum heima fyrir með þetta mál, en mér finnst menn vinna á þeim nótum að þeir hafi skilning á aðstæðum hver annars og það er auðvitað leiðin til að ná niðurstöðu." Alþingi verður sett á fimmtudag, en ráðamenn hafa sagt að breytingar á lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave þurfi að koma til kasta þingsins. kolbeinn@frettabladid.is brjann@frettabladid.is
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira