Enski boltinn

Hull leggur fram kauptilboð í Zamora

Ómar Þorgeirsson skrifar
Bobby Zamora.
Bobby Zamora. Nordic photos/AFP

Lítið hefur gengið í leikmannamálum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Hull í sumar en félagið virðist vera búið að missa af Fraizer Campbell til Sunderland og þá var félagið einnig á eftir Michael Owen.

Knattspyrnustjórinn Phil Brown er þó ekki af baki dottinn og staðfestir að Hull sé búið að leggja fram kauptilboð í framherjann Bobby Zamora hjá Fulham.

„Við erum búnir að bjóða sanngjarnt verð fyrir Zamora og það eru fleiri leikmenn sem við erum að skoða. Við setjum stefnuna hátt á næsta tímabili og vonumst til þess að geta fengið til okkar leikmenn sem endurspegla metnað okkar," segir Brown í samtali við Hull Daily Mail.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×