Innlent

Arnbjörg á ekki von á stjórnarslitum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Arnbjörg Sveinsdóttir á ekki von á stjórnarslitum.
Arnbjörg Sveinsdóttir á ekki von á stjórnarslitum.

Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, segist ekki eiga von á því að stjórninni verði slitið þrátt fyrir samþykkt fundar reykvískra samfylkingarmanna í kvöld. Þar var skorað á þingflokk Samfylkingarinnar að beita sér fyrir því að ríkisstjórnarsamstarfinu verði nú þegar slitið og ný stjórn mynduð fram að kosningum sem fram fari eigi síðar en í maí.

Máli sínu til stuðnings bendir Arnbjörg á að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hafi fullyrt bæði í dag og í gær að hún hygðist ekki slíta stjórnarsamstarfinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×