Íslenski boltinn

Mawejje áfram hjá ÍBV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tony Mawejje í leik með ÍBV.
Tony Mawejje í leik með ÍBV. Mynd/Valli

ÍBV hefur komist að samkomulagi við URA í Úganda um kaupverð á Tony Mawejje sem hefur verið í láni hjá Eyjamönnum nú í sumar.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að ÍBV átti forkaupsrétt á leikmanninum sem verið er að nýta sér nú. Stefnt er að því að semja við Mawejje sjálfan áður en vikan er liðin en Íslandsmótinu lýkur um næstu helgi.

Fyrir hjá ÍBV voru tveir aðrir knattspyrnumenn frá Úganda. Andrew Mwesigwa hefur verið í herbúðum félagsins í fjögur tímabil og Augustine Nsumba í þrjú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×