Innlent

Fann 18 milljóna lottóvinning í veskinu

Vinningshafi sem var einn með allar tölurnar réttar í lottóinu laugardagskvöldið 31. janúar er fundinn. Tilviljun varð til þess að vinningshafinn fann vinningsmiðann, en potturinn var þrefaldur og vann hann rúmlega 17,7 milljónir króna.

„Ástæðan fyrir því að þessi stálheppni vinningshafi kom ekki fyrr til að innheimta vinninginn var að miðinn hafði legið í leyni í veskinu og kom í ljós í gær þegar var verið að leita að nótu sem átti að vera þar," segir á heimasíðu Íslenskrar getspár.

Þar kemur jafnframt að vinningshafinn, sem er fjölskyldukona á besta aldri og býr í Hafnarfirði, hafi bágt með að trúa heppni sinni og það jafnvel eftir að hafa fengið upphæðina lagða inn á reikning.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×