Innlent

Ekið á búfé og skotið á álftir

MYND/Vilhelm

Sjö tilkynningar bárust lögreglu í vestfjarðaumdæmi í vikunni um að ekið hafi verið á búfé á svæðinu og vill lögregla enn og aftur brýna fyrir ökumönnum að gæta varúðar á þjóðvegunum þar sem nú er smalatími og fé að koma af fjalli.

Þá barst lögreglu tilkynning á föstudaginn var þess efnis að vegfarandi sem leið átti um Kjálkafjörð hafi skotið á hóp af álftum þar var á flugi. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn en bannað er með öllu að veiða álftir hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×