Innlent

Formaður Skilanefndar í felum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lárus Finnbogason, formaður Skilanefndar Landsbankans, ætlar ekki að tjá sig við fjölmiðla.
Lárus Finnbogason, formaður Skilanefndar Landsbankans, ætlar ekki að tjá sig við fjölmiðla.
Lárus Finnbogason, formaður Skilanefndar Landsbankans, hyggst ekki tjá sig við fjölmiðla um viðskipti Landsbankans með hlut í Byr sparisjóði. Sagt var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld að skilanefnd Landsbankans hefði selt 2,6% hlut í Byr til Reykjavík Invest, sem er lítilð fjárfestingafélag, rúmri viku fyrir aðalfund Byrs. Endurskoðandi félagsins er Lárus Finnbogason, formaður skilanefndarinnar.

Skilanefnd Landsbanka Íslands sendi síðan frá sér fréttatilkynningu vegna fréttar Stöðvar 2 um söluna þar sem fram kom að salan hafi verið háð samþykki Skilanefndarinnar. Samykki hennar hafi hins vegar ekki legið fyrir þegar tilkynningin var send Byr sparisjóði. Skilanefnd hafi hins vegar ekki hlotið samþykki nefndarinnar og salan því ekki gengið í gegn.

„Við erum búin að segja það sem við ætlum að tjá okkur um það með fréttatilkynningu og samtölum mínum við fréttamenn," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Skilanefndar Landsbankans, aðspurður hvort Lárus hyggist tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×