Enski boltinn

Grétar kom Bolton yfir

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Grétar Rafn.
Grétar Rafn. Nordicphotos/GettyImages

Grétar Rafn Steinsson kom Bolton yfir gegn Hull en nú er hálfleikur í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Grétar skoraði með föstu skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni á leið sinni í hornið. Markið setur Hull í erfiða stöðu en það hreinlega verður að vinna leikinn ætli það sér að halda sér í deildinni.

Middlesbrough er einnig í fallbaráttu en Sanli Tuncay kom þeim yfir með stórkostlegri hjólhestaspyrnu gegn Aston Villa. Fulham er yfir gegn Newcastle en Diomansy Kamara kom því yfir.

Staðan er 1-1 hjá West Ham og Everton. Hamrarnir komust yfir með marki frá Radoslav Kovac sem skoraði af 30 metra færi með þrumuskoti áður en TIm Cahill fékk víti og rautt spjald á James Tomkins. Louis Saha skoraði úr vítinu.

Það er markalaust hjá Stoke og Wigan en Jermaine Defoe kom Tottenham yfir gegn Manchester City.

Hálfleikstölur:

Bolton 1-0 Hull

Everton 1-1 West Ham

Middlesbrough 1-0 Aston Villa

Newcastle 0-1 Fulham

Stoke 0-0 Wigan

Tottenham 1-0 Man City

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×