Enski boltinn

Ferguson: Verðum að bæta sóknarleikinn til að vinna Hull

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney í leiknum á móti Fulham um síðustu helgi.
Wayne Rooney í leiknum á móti Fulham um síðustu helgi. Mynd/AFP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, kallar eftir betri sóknarleik sinna manna þegar ensku meistararnir mæta Hull í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta verður fyrsti leikur liðsins eftir 3-0 tap á móti Fulham um síðustu helgi.

„Við verðum að sjá til þess að við spilum betri sóknarleik en á móti Fulham því þar sköpuðum við okkur ekki mikið af færum. Við vorum mikið með boltann en það skilaði litlu sem engu," sagði Sir Alex við Sky Sports.

„Við verðum að finna hugmyndaríkið og sköpunargleðina á ný til þess að gera betur en á móti Fulham," segir Ferguson. Manchester United hefur

Leikur Manchester United og Hull hefst klukkan 16.00. Með sigri getur United minnkað forskot Chelsea á toppnum í tvö stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×