Enski boltinn

Agger feginn að hafa ekki farið frá Liverpool

Nordic Photos/Getty Images

Danski landsliðsmaðurinn Daniel Agger segir að hann hefði gert mistök ef hann hefði ákveðið að fara frá Liverpool áður en hann skrifaði á endanum undir nýjan fimm ára samning við félagið.

Agger hafði lengi verið orðaður við t.d. AC Milan á Ítalíu, en hann telur framtíðina bjarta hjá rauða hernum.

"Ég er búinn að skrifa undir, stjórinn er búinn að framlengja og sömuleiðis Steven Gerrard og Dirk Kuyt. Þetta sýnir að félagið stefnir að því að byggja upp sérstakt lið hérna. Allir vilja ná árangri og allir vilja vera hluti af því. Ef menn vilja það ekki, held ég að þeir séu að gera stór mistök," sagði Daninn.

"Við höfum nóg til að vera stoltir af á þessari leiktíð og erum það líka," sagði varnarmaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×