Umfjöllun: Niðurlæging á Hlíðarenda Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2009 15:50 Atli Guðnason leggur hér upp þriðja mark FH í kvöld. Mynd/Daníel Valsmenn máttu þola eina mestu niðurlægingu félagsins í háa herrans tíð þegar Íslandsmeistarar FH komu á Vodafonevöllinn og gerðu grín að heimamönnum. FH-ingar voru mörgum klössum betri allan leikinn og unnu sanngjarnan 0-5 sigur á arfaslökum og ótrúlega andlausum Valsmönnum. Þorgrímur gerði fjórar breytingar fyrir leikinn og þær virkuðu engan veginn. Má hugsanlega setja spurningamerki við svo miklar breytingar fyrir þennan leik en þeir sem fóru á bekkinn áttu það eflaust skilið eftir afhroðið í síðasta leik í Garðabænum. Það tók FH-inga aðeins 23 mínútur að afgreiða leikinn en þá skoruðu þeir þrjú mörk. Þeir sundurspiluðu Valsmenn hvað eftir annað og það var hrein unun að fylgjast með sóknarleik liðsins. Atlarnir báðir ótrúlega flottir og Tryggvi einnig skæður í holunni fyrir aftan Atla Viðar. Valsmenn réðu ekkert við þessa þrjá leikmenn. Lið Vals var eins og dapurt 2. deildarlið í fyrri hálfleik. Elti út um allan völl og var ekki nálægt því að ná boltanum. Liðið fékk varla boltann og var fyrir aftan miðju nánast allan hálfleikinn. Sú staðreynd að liðið náði varla að byggja upp sókn í hálfleiknum er ótrúleg. Það er eitthvað stórkostlega mikið að í herbúðum liðsins og hefur augljóslega verið það í einhvern tíma. Andleysið er með ólíkindum, samstaðan lítil og nú virðist sjálfstraustið vera farið líka. Leikmenn liðsins eiga samt að gera betur og það er algjört lágmark að þeir leggi sig meira fram og séu grimmari en þeir voru í kvöld. FH-liðið þessa dagana er líklega það besta í íslenska boltanum í mörg ár. Liðið spilar sóknarleik sem varla hefur sést hér áður. Miðjan ótrúlega massíf og öryggið í vörninni er einstakt. Það er ekki veikan blett að finna í þessu FH-liði. Heimir Guðjónsson tók við góðu búi en hann hefur ræktað sinn garð vel og undir hans stjórn vex þetta FH-lið með hverri raun. Hann er heldur betur búinn að sýna þvílíkur gæðaþjálfari hann er. Valur-FH 0-5 0-1 Tryggvi Guðmundsson (6.) 0-2 Atli Viðar Björnsson (14.) 0-3 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (23.) 0-4 Tryggvi Guðmundsson, víti (60.) 0-5 Davíð Þór Viðarsson (90.) Áhorfendur: 1.224Dómari: Garðar Örn Hinriksson 7. Skot (á mark): 11-18 (5-12)Varin skot: Haraldur 7 - Daði 4Horn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 2-2 Valur (4-4-2)Haraldur Björnsson 3 Reynir Leósson 3 Atli Sveinn Þórarinsson 4 Guðmundur Viðar Mete 3 (46., Baldur Ingimar Aðalsteinsson 6) Steinþór Gíslason 2 Ólafur Páll Snorrason 4 (65., Viktor Unnar Illugason 5) Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 2 Einar Marteinsson 2 Bjarni Ólafur Eiríksson 3 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 3 (84., Ian Jeffs -) Marel Jóhann Baldvinsson 3 FH (4-3-3)Daði Lárusson 7 Freyr Bjarnason 6 Tommy Nielsen 6 (78., Sverrir Garðarsson -) Pétur Viðarsson 7 Guðmundur Sævarsson 7 Davíð Þór Viðarsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 7 (82., Hákon Atli Hallfreðsson -) Matthías Vilhjálmsson 6Atli Guðnason 8 - Maður leiksins Tryggvi Guðmundsson 8 (73., Matthías Guðmundsson -) Atli Viðar Björnsson 8 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Valur - FH. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorgrímur: Ég veit ekki hvað er að hjá okkur Þorgrímur Þráinsson, þjálfari Vals, hafði ekki neinar skýringar á reiðum höndum á arfaslökum og andlausum leik Vals gegn FH í kvöld. 2. júlí 2009 22:20 Atli Guðnason: Þeir áttu aldrei möguleika „Það var mjög ljúft að ná að niðurlægja Valsarana hér í kvöld og þá sérstaklega þar sem við áttum það skilið," sagði Atli Guðnason eftir ótrúlegan 5-0 sigur FH á Val. 2. júlí 2009 22:14 Mest lesið Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Valsmenn máttu þola eina mestu niðurlægingu félagsins í háa herrans tíð þegar Íslandsmeistarar FH komu á Vodafonevöllinn og gerðu grín að heimamönnum. FH-ingar voru mörgum klössum betri allan leikinn og unnu sanngjarnan 0-5 sigur á arfaslökum og ótrúlega andlausum Valsmönnum. Þorgrímur gerði fjórar breytingar fyrir leikinn og þær virkuðu engan veginn. Má hugsanlega setja spurningamerki við svo miklar breytingar fyrir þennan leik en þeir sem fóru á bekkinn áttu það eflaust skilið eftir afhroðið í síðasta leik í Garðabænum. Það tók FH-inga aðeins 23 mínútur að afgreiða leikinn en þá skoruðu þeir þrjú mörk. Þeir sundurspiluðu Valsmenn hvað eftir annað og það var hrein unun að fylgjast með sóknarleik liðsins. Atlarnir báðir ótrúlega flottir og Tryggvi einnig skæður í holunni fyrir aftan Atla Viðar. Valsmenn réðu ekkert við þessa þrjá leikmenn. Lið Vals var eins og dapurt 2. deildarlið í fyrri hálfleik. Elti út um allan völl og var ekki nálægt því að ná boltanum. Liðið fékk varla boltann og var fyrir aftan miðju nánast allan hálfleikinn. Sú staðreynd að liðið náði varla að byggja upp sókn í hálfleiknum er ótrúleg. Það er eitthvað stórkostlega mikið að í herbúðum liðsins og hefur augljóslega verið það í einhvern tíma. Andleysið er með ólíkindum, samstaðan lítil og nú virðist sjálfstraustið vera farið líka. Leikmenn liðsins eiga samt að gera betur og það er algjört lágmark að þeir leggi sig meira fram og séu grimmari en þeir voru í kvöld. FH-liðið þessa dagana er líklega það besta í íslenska boltanum í mörg ár. Liðið spilar sóknarleik sem varla hefur sést hér áður. Miðjan ótrúlega massíf og öryggið í vörninni er einstakt. Það er ekki veikan blett að finna í þessu FH-liði. Heimir Guðjónsson tók við góðu búi en hann hefur ræktað sinn garð vel og undir hans stjórn vex þetta FH-lið með hverri raun. Hann er heldur betur búinn að sýna þvílíkur gæðaþjálfari hann er. Valur-FH 0-5 0-1 Tryggvi Guðmundsson (6.) 0-2 Atli Viðar Björnsson (14.) 0-3 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (23.) 0-4 Tryggvi Guðmundsson, víti (60.) 0-5 Davíð Þór Viðarsson (90.) Áhorfendur: 1.224Dómari: Garðar Örn Hinriksson 7. Skot (á mark): 11-18 (5-12)Varin skot: Haraldur 7 - Daði 4Horn: 6-7Aukaspyrnur fengnar: 13-16Rangstöður: 2-2 Valur (4-4-2)Haraldur Björnsson 3 Reynir Leósson 3 Atli Sveinn Þórarinsson 4 Guðmundur Viðar Mete 3 (46., Baldur Ingimar Aðalsteinsson 6) Steinþór Gíslason 2 Ólafur Páll Snorrason 4 (65., Viktor Unnar Illugason 5) Sigurbjörn Örn Hreiðarsson 2 Einar Marteinsson 2 Bjarni Ólafur Eiríksson 3 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 3 (84., Ian Jeffs -) Marel Jóhann Baldvinsson 3 FH (4-3-3)Daði Lárusson 7 Freyr Bjarnason 6 Tommy Nielsen 6 (78., Sverrir Garðarsson -) Pétur Viðarsson 7 Guðmundur Sævarsson 7 Davíð Þór Viðarsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 7 (82., Hákon Atli Hallfreðsson -) Matthías Vilhjálmsson 6Atli Guðnason 8 - Maður leiksins Tryggvi Guðmundsson 8 (73., Matthías Guðmundsson -) Atli Viðar Björnsson 8 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Valur - FH. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorgrímur: Ég veit ekki hvað er að hjá okkur Þorgrímur Þráinsson, þjálfari Vals, hafði ekki neinar skýringar á reiðum höndum á arfaslökum og andlausum leik Vals gegn FH í kvöld. 2. júlí 2009 22:20 Atli Guðnason: Þeir áttu aldrei möguleika „Það var mjög ljúft að ná að niðurlægja Valsarana hér í kvöld og þá sérstaklega þar sem við áttum það skilið," sagði Atli Guðnason eftir ótrúlegan 5-0 sigur FH á Val. 2. júlí 2009 22:14 Mest lesið Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Fer bikarinn til nýliða eða reynslubolta? Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Þorgrímur: Ég veit ekki hvað er að hjá okkur Þorgrímur Þráinsson, þjálfari Vals, hafði ekki neinar skýringar á reiðum höndum á arfaslökum og andlausum leik Vals gegn FH í kvöld. 2. júlí 2009 22:20
Atli Guðnason: Þeir áttu aldrei möguleika „Það var mjög ljúft að ná að niðurlægja Valsarana hér í kvöld og þá sérstaklega þar sem við áttum það skilið," sagði Atli Guðnason eftir ótrúlegan 5-0 sigur FH á Val. 2. júlí 2009 22:14
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Í beinni: Wolves - Man. City | Haaland og félagar í hefndarhug eftir síðasta tímabil Enski boltinn