Enski boltinn

Benitez: Eigum ekki eftir að gera stórkaup

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. Nordic photos/Getty images

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool á ekki von á því að félagið kaupi fleiri leikmenn fyrir háar fjárhæðir eftir að hafa tryggt sér þjónustu Glen Johnson á 17 milljónir punda á dögunum.

Liverpool var sterklega orðað við Franck Ribery Bayern München í gær en Frakkinn er verðlagður á minnsta kosti 40 milljónir punda. Benitez ætlar hins vegar frekar en að gera stórkaup að einbeita sér að því að halda núverandi leikmannahópi saman.

„Ég hugsa að við eigum ekki eftir að eyða miklum upphæðum í einn leikmenn, heldur frekar í leikmenn sem passa inn í leikmannahópinn. Forgangsatriði hjá mér núna er að halda núverandi leikmannahópi saman og halda áfram að bæta hann. Við erum með hæfileikana og ég er mjög ánægður með leikmannahópinn," segir Benitez.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×