Erlent

Fjöldi fíkniefnamála í Árósum tvöfaldast

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Fjöldi fíkniefnamála í Árósum í Danmörku hefur meira en tvöfaldast síðan árið 1995. Þetta segir lögreglan á Austur-Jótlandi og bætir því við að fjöldi unglinga á aldrinum 15 til 19 ára, sem komast í kast við lögin, hafi á sama tíma fimmfaldast. Mun meira af fíkniefnum sé í umferð á götunum og gildi það ekki bara um Árósa heldur stóran hluta Danmerkur. Lögregla segir mikla aukningu í neyslu kókaíns en einnig séu amfetamín og e-töflur áberandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×