Innlent

Óvíst um áhrif af umræðu um Drekasvæðið og Icelandair

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir segist ekki hafa búist við meiru en 20% í kosningunum. Mynd/ Stefán.
Katrín Jakobsdóttir segist ekki hafa búist við meiru en 20% í kosningunum. Mynd/ Stefán.
Það er erfitt að segja til um það hvort umræða um Icelandair Group og olíuvinnslu á Drekasvæðinu hafi haft áhrif á fylgi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins.

Fylgi VG í skoðanakönnunum mældist nokkru hærra dagana fyrir kosningar en niðurstaða kosninganna virðist ætla að verða. Síðustu daga fyrir kosninga gekk orðrómur um að Steingrímur J Sigfússon fjármálaráðherra og formaður VG hefði sagt opinberlega að hann teldi líklegt að ríkið kæmi að rekstri Icelandair Group. Þá voru orð Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráðherra um að hún legðist gegn olíuvinnslu á Drekasvæðinu umdeild.

Katrín Jakobsdóttir segir að umræðan síðustu vikuna hafi verið almennt snörp. Það hafi verið auglýsingar um hættulega vinstri, auglýsingar um eignaskatta og mjög snörp barátta undir það síðasta. „Eigi að síður þá reiknaði ég ekki með meiru en 20% og mér sýnist ég verða bara nokkuð sannspá," segir Katrín og bendir á að stjórnmálamenn vinni kosningar en ekki skoðanakannanir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×