Enski boltinn

Keane baðst afsökunar á ummælum sínum um Íra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Keane.
Roy Keane. Nordic Photos / Getty Images

Roy Keane, stjóri Ipswich og fyrrum landsliðsfyrirliði Íra, hefur beðist afsökunar á því sem hann sagði eftir að Írar féllu úr leik í undankeppni HM 2010.

Keane sagði að Írar gætu sjálfum sér um kennt hvernig fór en eins og frægt er orðið töpuðu Írar fyrir Frökkum í umspili um sæti á HM á afar umdeildu marki. Thierry Henry lagði upp markið með því að nota hendurnar.

„Ég hefði frekar verið fúll út í markvörðinn og varnarmennina en Thierry Henry," sagði Keane.

„Þetta var kannski full langt gengið," sagði Keane í gær. „Ég bið afsökunar á því ef ég hef móðgað einhvern. Ég er aðeins 38 ára gamall og mun gera mín mistök."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×