Dark Knight gæti brotið blað á Óskarnum 8. janúar 2009 05:45 Heath Ledger þykir eiga Óskarinn vísan fyrir frammistöðu sína sem Jókerinn í Dark Knight. Margir binda jafnvel vonir við að hún verði kosin besta mynd ársins. Kvikmyndin The Dark Knight gæti brotið blað í sögu Óskarsverðlaunanna því nú telja flestir að hún eigi öruggt sæti meðal þeirra kvikmynda sem tilnefndar verða til Óskarsverðlauna. Í vikunni var tilkynnt að samtök framleiðenda hefðu tilnefnt hana sem bestu kvikmynd ársins. Keppir hún þar við Frost/Nixon, The Curious Case of Benjamin Button og Slumdog Millionaire eftir Danny Boyle. Áður hafði félag leikara í Hollywood tilnefnt Heath Ledger fyrir bestan leik í aukahlutverki. Þetta gefur til kynna að andlát Heaths Ledger sé kvikmyndagerðarfólki ofarlega í huga og telja fréttaskýrendur að þetta muni hafa mikil áhrif á tilnefningarnar sem kunngerðar verða 22. janúar. Reyndar urðu kvikmyndagagnrýnendur hálf hvumsa þegar tilnefningar til Golden Globe voru kynntar en The Dark Knight hlaut ekki náð fyrir augum þeirrar dómnefndar. Annars gætu Óskarsverðlaunin orðið um margt merkileg því flestir telja hasarmyndina The Dark Knight sigurstranglega en fast á hæla hennar fylgir teiknimyndin Wall-E sem margir telja að gæti mætt sterk til leiks. Og það yrði nú saga til næsta bæjar ef hasarblaðahetja og teiknimyndafígúra myndu berjast um sigurinn í Kodak-höllinni. Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndin The Dark Knight gæti brotið blað í sögu Óskarsverðlaunanna því nú telja flestir að hún eigi öruggt sæti meðal þeirra kvikmynda sem tilnefndar verða til Óskarsverðlauna. Í vikunni var tilkynnt að samtök framleiðenda hefðu tilnefnt hana sem bestu kvikmynd ársins. Keppir hún þar við Frost/Nixon, The Curious Case of Benjamin Button og Slumdog Millionaire eftir Danny Boyle. Áður hafði félag leikara í Hollywood tilnefnt Heath Ledger fyrir bestan leik í aukahlutverki. Þetta gefur til kynna að andlát Heaths Ledger sé kvikmyndagerðarfólki ofarlega í huga og telja fréttaskýrendur að þetta muni hafa mikil áhrif á tilnefningarnar sem kunngerðar verða 22. janúar. Reyndar urðu kvikmyndagagnrýnendur hálf hvumsa þegar tilnefningar til Golden Globe voru kynntar en The Dark Knight hlaut ekki náð fyrir augum þeirrar dómnefndar. Annars gætu Óskarsverðlaunin orðið um margt merkileg því flestir telja hasarmyndina The Dark Knight sigurstranglega en fast á hæla hennar fylgir teiknimyndin Wall-E sem margir telja að gæti mætt sterk til leiks. Og það yrði nú saga til næsta bæjar ef hasarblaðahetja og teiknimyndafígúra myndu berjast um sigurinn í Kodak-höllinni.
Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein