Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir ekkert hæft í þeim fréttum að ósætti sé á milli hans og Brasilíumannsins Anderson.
Hermt var að Anderson hefði verið ósáttur eftir leikinn um Samfélagsskjöldinn gegn Chelsea en hann hefur þess utan aðeins tekið þátt í einum af fyrstu þremur leikjum United í vetur.
Það þótti benda til þess að ekki væri allt með felldu en Fergie segir það ekki vera satt.
„Það eru alls engin vandræði á milli okkar. Það sem ykkur dettur í hug að skrifa þegar leikmenn eru ekki að spila," sagði Ferguson ósáttur við blaðamenn.
„Þetta er líka ekkert í fyrsta skipti. Ég get samt sagt ykkur að þessar sögur eru algjört kjaftæði."