Enski boltinn

Deco reiðubúinn að vera áfram hjá Chelsea

Ómar Þorgeirsson skrifar
Deco.
Deco. Nordic photos/AFP

Portúgalinn Deco fór ekki leynt með vilja sinn á að yfirgefa herbúðir Chelsea og England þegar síðasta keppnistímabil var á enda en nú virðist sem miðjumanninum hafi snúist hugur.

Fastlega var búist við því að hann myndi fara til Inter en eins og staðan er núna bendir flest til þess að hann verði áfram hjá Chelsea.

„Ég hef átt í smá vandræðum að aðlagast Englandi og ensku úrvalsdeildinni og meiðslavandræði hafa ekki hjálpað til með það. En mér finnst ég skulda Chelsea það að ég gefi þessu annan sjéns en það eru líka ákveðnir hlutir sem ég var ekki sáttur við hjá félaginu sem ég vonast til þess að verði breytt. Það var áhugi frá öðrum félögum en eins og staðan er núna þá verð ég áfram með Chelsea," segir Deco í samtali við A Bola.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×