Innlent

Býst ekki við að stjórnvöld svari um helgina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einar Karl Haraldsson á von á því að Icesave málið og fyrirvararnir verði eitthvað ræddir á embættismannagrundvelli áfram. Mynd/ GVA.
Einar Karl Haraldsson á von á því að Icesave málið og fyrirvararnir verði eitthvað ræddir á embættismannagrundvelli áfram. Mynd/ GVA.
Ólíklegt er að íslensk stjórnvöld muni gefa Bretum og Hollendingum einhver formleg svör um helgina vegna viðbragða þjóðanna við Icesave fyrirvörunum. Þetta segir Einar Karl Haraldsson, upplýsingafulltrúi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

Eins og greint hefur verið frá gera Bretar og Hollendingar athugasemdir við það að ríkisábyrgð falli niður árið 2024 og vilja framlengja hana. Þá gera þeir jafnframt athugasemdir við svokallað Ragnars H. Hall-ákvæði sem lýtur að uppgjöri á þrotabúi Landsbankans.

„Ég held að embættismenn muni bara halda áfram að ræða um málin. Ég veit ekki til þess að málið sé á því stigi að menn séu að fara að gefa einhver formleg svör," segir Einar Karl sem bendir á að málið verði áfram rætt á embættismannastigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×