Enski boltinn

Gibson skaut United í undanúrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gibson fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Gibson fagnar öðru marka sinna í kvöld.

Miðjumaðurinn Darron Gibson sá til þess í kvöld að Manchester United komst í undanúrslit ensku deildarbikarkeppninnar.

Gibson skoraði bæði mörk United í 2-0 sigri liðsins á Tottenham en leikið var á Old Trafford.

Bæði mörk Gibsons voru glæsileg og komu með skotum utan teigs. Hið fyrra á 16. mínútu en hið síðara á 38. mínútu.

United tefldi fram varaliði líkt og venjulega í þessari keppni en aðallið Spurs þurfti samt að lúta í gras.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.