Umfjöllun: Enn eitt jafnteflið hjá Keflvíkingum Ómar Þorgeirsson skrifar 20. september 2009 00:01 Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson skoraði jöfnunarmarkið gegn Þrótturum í kvöld. Mynd/Valli Keflvíkingar eru ókrýndir jafntefliskóngar Pepsi-deildarinnar eftir 2-2 jafntefli gegn Þrótti á Valbjarnarvelli í kvöld. Þetta var níunda jafntefli Keflvíkinga í deildinni í sumar. Keflvíkingar fengu óskarbyrjun gegn Þrótti á Valbjarnarvelli þegar Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði á 12. mínútu. Haukur Ingi Guðnason átti þá fínan sprett upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir markið þar sem Jóhann Birnir var réttur maður á réttum stað og skoraði af stuttu færi. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn eftir markið og líklegri til þess að bæta við marki heldur en Þróttarar að jafna. Keflvíkingar voru að spila boltanum ágætlega á milli sín á blautum vellinum en vantaði að reka smiðshöggið á sóknir sínar. Flest benti til þess að Keflvíkingar myndu fara með 0-1 forystu inn í hálfleik þegar Samuel Malson tók sig til og jafnaði leikinn fyrir Þróttara með skoti utan af velli. Staðan var því 1-1 þegar dómarinn Valgeir Valgeirsson flautaði fyrri hálfleikinn af. Það reyndist hins vegar vera síðasta flaut Valgeirs í leiknum því hann gat ekki dæmt seinni hálfleikinn vegna meiðsla. Nokkur töf varð áður en seinni hálfleikurinn fór af stað þar sem Gunnar Jarl Jónsson var kallaður til leiks til þess að leysa Valgeir af hólmi en Gunnar Jarl var staddur sem áhorfandi á leik KR og Stjörnunnar. Biðin virtist hafa farið betur í Þróttara því þeir tóku forystu í leiknum snemma í síðari hálfleik þegar Oddur Björnsson slapp í gegnum vörn Keflavíkur og skoraði af öryggi framhjá Lasse Jörgensen. Þróttarar léku mun betur í síðari hálfleik en þeim fyrri á meðan Keflvíkingar misstu eitthvað taktinn. Þróttarar féllu þó ef til vill of aftarlega á völlinn á lokakaflanum í viðleitni til þess að verja forystuna og Keflvíkingar gengu á lagið. Eftir nokkuð þunga pressu frá gestunum náði Hólmar Örn Rúnarsson að jafna leikinn með góðu marki á 85. mínútu og þar við sat.Tölfræðin:Þróttur-Keflavík 2-2 0-1 Jóhann B. Guðmundsson (12.) 1-1 Samuel Malson (45.+1) 2-1 Oddur Björnsson (49.) 2-2 Hólmar Örn Rúnarsson (85.) Valbjarnarvöllur, áhorfendur óuppgefið Dómarar: Valgeir Valgerisson (5) og Gunnar Jarl Jónsson (7) Skot (á mark): 18-13 (6-5) Varin skot: Henryk 2 - Lasse 4 Horn: 7-6 Aukaspyrnur fengnar: 12-13 Rangstöður: 3-5Þróttur 4-4-2 Henryk Boedker 5 Jón Ragnar Jónsson 5 Dennis Danry 7 Dusan Ivkovic 6 Þórður Steinar Hreiðarsson 5 Oddur Björnsson 7 (90., Birkir Pálsson -) Rafn Andri Haraldsson 6 Oddur Ingi Guðmundsson 6 Magnús Már Lúðvíksson 6 Samuel Malson 7 Andrés Vilhjálmsson 6 (85., Ingvi Sveinsson -)Keflavík 4-5-1 Lasse Jörgensen 6 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Brynjar Örn Guðmundsson 4*Hólmar Örn Rúnarsson 7 - Maður leiksins Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 7 (75., Hörður Sveinsson -) Einar Orri Einarsson 6 Magnús sverrir Þorsteinsson 3 (65., Símun Samuelsen 6) Haukur Ingi Guðnason 5 (65., Guðmundur Steinarsson 6) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Þróttur - Keflavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Keflvíkingar eru ókrýndir jafntefliskóngar Pepsi-deildarinnar eftir 2-2 jafntefli gegn Þrótti á Valbjarnarvelli í kvöld. Þetta var níunda jafntefli Keflvíkinga í deildinni í sumar. Keflvíkingar fengu óskarbyrjun gegn Þrótti á Valbjarnarvelli þegar Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði á 12. mínútu. Haukur Ingi Guðnason átti þá fínan sprett upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir markið þar sem Jóhann Birnir var réttur maður á réttum stað og skoraði af stuttu færi. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn eftir markið og líklegri til þess að bæta við marki heldur en Þróttarar að jafna. Keflvíkingar voru að spila boltanum ágætlega á milli sín á blautum vellinum en vantaði að reka smiðshöggið á sóknir sínar. Flest benti til þess að Keflvíkingar myndu fara með 0-1 forystu inn í hálfleik þegar Samuel Malson tók sig til og jafnaði leikinn fyrir Þróttara með skoti utan af velli. Staðan var því 1-1 þegar dómarinn Valgeir Valgeirsson flautaði fyrri hálfleikinn af. Það reyndist hins vegar vera síðasta flaut Valgeirs í leiknum því hann gat ekki dæmt seinni hálfleikinn vegna meiðsla. Nokkur töf varð áður en seinni hálfleikurinn fór af stað þar sem Gunnar Jarl Jónsson var kallaður til leiks til þess að leysa Valgeir af hólmi en Gunnar Jarl var staddur sem áhorfandi á leik KR og Stjörnunnar. Biðin virtist hafa farið betur í Þróttara því þeir tóku forystu í leiknum snemma í síðari hálfleik þegar Oddur Björnsson slapp í gegnum vörn Keflavíkur og skoraði af öryggi framhjá Lasse Jörgensen. Þróttarar léku mun betur í síðari hálfleik en þeim fyrri á meðan Keflvíkingar misstu eitthvað taktinn. Þróttarar féllu þó ef til vill of aftarlega á völlinn á lokakaflanum í viðleitni til þess að verja forystuna og Keflvíkingar gengu á lagið. Eftir nokkuð þunga pressu frá gestunum náði Hólmar Örn Rúnarsson að jafna leikinn með góðu marki á 85. mínútu og þar við sat.Tölfræðin:Þróttur-Keflavík 2-2 0-1 Jóhann B. Guðmundsson (12.) 1-1 Samuel Malson (45.+1) 2-1 Oddur Björnsson (49.) 2-2 Hólmar Örn Rúnarsson (85.) Valbjarnarvöllur, áhorfendur óuppgefið Dómarar: Valgeir Valgerisson (5) og Gunnar Jarl Jónsson (7) Skot (á mark): 18-13 (6-5) Varin skot: Henryk 2 - Lasse 4 Horn: 7-6 Aukaspyrnur fengnar: 12-13 Rangstöður: 3-5Þróttur 4-4-2 Henryk Boedker 5 Jón Ragnar Jónsson 5 Dennis Danry 7 Dusan Ivkovic 6 Þórður Steinar Hreiðarsson 5 Oddur Björnsson 7 (90., Birkir Pálsson -) Rafn Andri Haraldsson 6 Oddur Ingi Guðmundsson 6 Magnús Már Lúðvíksson 6 Samuel Malson 7 Andrés Vilhjálmsson 6 (85., Ingvi Sveinsson -)Keflavík 4-5-1 Lasse Jörgensen 6 Guðjón Árni Antoníusson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alen Sutej 6 Brynjar Örn Guðmundsson 4*Hólmar Örn Rúnarsson 7 - Maður leiksins Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 7 (75., Hörður Sveinsson -) Einar Orri Einarsson 6 Magnús sverrir Þorsteinsson 3 (65., Símun Samuelsen 6) Haukur Ingi Guðnason 5 (65., Guðmundur Steinarsson 6) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Þróttur - Keflavík
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira