Íslenski boltinn

Umfjöllun: Enn eitt jafnteflið hjá Keflvíkingum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson skoraði jöfnunarmarkið gegn Þrótturum í kvöld.
Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson skoraði jöfnunarmarkið gegn Þrótturum í kvöld. Mynd/Valli

Keflvíkingar eru ókrýndir jafntefliskóngar Pepsi-deildarinnar eftir 2-2 jafntefli gegn Þrótti  á Valbjarnarvelli í kvöld. Þetta var níunda jafntefli Keflvíkinga í deildinni í sumar.

Keflvíkingar fengu óskarbyrjun gegn Þrótti á Valbjarnarvelli þegar Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði á 12. mínútu. Haukur Ingi Guðnason átti þá fínan sprett upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir markið þar sem Jóhann Birnir var réttur maður á réttum stað og skoraði af stuttu færi.

Keflvíkingar voru sterkari aðilinn eftir markið og líklegri til þess að bæta við marki heldur en Þróttarar að jafna. Keflvíkingar voru að spila boltanum ágætlega á milli sín á blautum vellinum en vantaði að reka smiðshöggið á sóknir sínar.

Flest benti til þess að Keflvíkingar myndu fara með 0-1 forystu inn í hálfleik þegar Samuel Malson tók sig til og jafnaði leikinn fyrir Þróttara með skoti utan af velli.

Staðan var því 1-1 þegar dómarinn Valgeir Valgeirsson flautaði fyrri hálfleikinn af. Það reyndist hins vegar vera síðasta flaut Valgeirs í leiknum því hann gat ekki dæmt seinni hálfleikinn vegna meiðsla.

Nokkur töf varð áður en seinni hálfleikurinn fór af stað þar sem Gunnar Jarl Jónsson var kallaður til leiks til þess að leysa Valgeir af hólmi en Gunnar Jarl var staddur sem áhorfandi á leik KR og Stjörnunnar.

Biðin virtist hafa farið betur í Þróttara því þeir tóku forystu í leiknum snemma í síðari hálfleik þegar Oddur Björnsson slapp í gegnum vörn Keflavíkur og skoraði af öryggi framhjá Lasse Jörgensen.

Þróttarar léku mun betur í síðari hálfleik en þeim fyrri á meðan Keflvíkingar misstu eitthvað taktinn. Þróttarar féllu þó ef til vill of aftarlega á völlinn á lokakaflanum í viðleitni til þess að verja forystuna og Keflvíkingar gengu á lagið.

Eftir nokkuð þunga pressu frá gestunum náði Hólmar Örn Rúnarsson að jafna leikinn  með góðu marki á 85. mínútu og þar við sat.

Tölfræðin:

Þróttur-Keflavík 2-2

0-1 Jóhann B. Guðmundsson (12.)

1-1 Samuel Malson (45.+1)

2-1 Oddur Björnsson (49.)

2-2 Hólmar Örn Rúnarsson (85.)

Valbjarnarvöllur, áhorfendur óuppgefið

Dómarar: Valgeir Valgerisson (5) og Gunnar Jarl Jónsson (7)

Skot (á mark): 18-13 (6-5)

Varin skot: Henryk 2 - Lasse 4

Horn: 7-6

Aukaspyrnur fengnar: 12-13

Rangstöður: 3-5

Þróttur 4-4-2

Henryk Boedker 5

Jón Ragnar Jónsson 5

Dennis Danry 7

Dusan Ivkovic 6

Þórður Steinar Hreiðarsson 5

Oddur Björnsson 7

(90., Birkir Pálsson -)

Rafn Andri Haraldsson 6

Oddur Ingi Guðmundsson 6

Magnús Már Lúðvíksson 6

Samuel Malson 7

Andrés Vilhjálmsson 6

(85., Ingvi Sveinsson -)

Keflavík 4-5-1

Lasse Jörgensen 6

Guðjón Árni Antoníusson 6

Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6

Alen Sutej 6

Brynjar Örn Guðmundsson 4

*Hólmar Örn Rúnarsson 7 - Maður leiksins

Haraldur Freyr Guðmundsson 6

Jóhann Birnir Guðmundsson 7

(75., Hörður Sveinsson -)

Einar Orri Einarsson 6

Magnús sverrir Þorsteinsson 3

(65., Símun Samuelsen 6)

Haukur Ingi Guðnason 5

(65., Guðmundur Steinarsson 6)

Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Þróttur - Keflavík




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×