Misrétti gegn rauðhærðum sjaldan tekið alvarlega 19. nóvember 2009 14:27 Rauhærðir á alþjóðlegum degi rauðhærðra í Hollandi. Íslenskufræðingurinn Esther Ösp Gunnarsdóttir segir misrétti gegn rauðhærðum sjaldnast tekið alvarlega. Sjálf er hún rauðhærð, fjölskyldan og kærastinn líka. Þar að auki þá skrifaði hún B.A. ritgerð í íslensku um rauðhærðar sögupersónur í barnabókum. Esther hefur meira að það segja prentað boli fyrir rauðhærða auk þess sem hún ásamt fjölskyldu halda úti síðunni, rauðhausar.com. Á Facebook er hvatt til þess að fólk taki þátt í svokölluðum „Kick a ginger day". Það mætti þýða sem: „Spörkum í rauðhærða-dagurinn". Samtök Heimilis og skóla hafa sent út tilkynningu þar sem yfirvöld eru beðin um að taka hart á slíku framferði. Þá hafa skólastjórnendur í Kópavogi sent foreldrum bréf vegna málsins og þau hvött til þess að fræða börnin sín. Í fjölmiðlum hefur komið fram að dagurinn hafi sprottið upp vegna Southpark-þáttar sem var sýndur fyrir allnokkru. Hann gekk út á að ein sögupersónan fór í nánast heilagt stríð við rauðhærða í bænum og sagði þá sálarlausa. Esther bendir hinsvegar á að dagurinn eigi sér eldri rætur. Í Bretlandi kallast dagurinn „Gingers bashing day" eða „lúberjum rauðhærða-dagurinn". Sá dagur er enn haldin hátíðlegur í minnst einum framhaldsskóla í Bretlandi. „Þetta eru frekar undarlegt viðbrögð hjá þjóð sem telur 15 prósent rauðhærðra," segir Esther en Bretar eiga hæsta hlutfall rauðhærðra í heiminum. Esther skrifaði ritgerð um rauðhærðar kjarnakonur í fjórum barnasögum. Það er að segja, Línu Langsokk, Fríðu framhleypnu, Önnu í Grænuhlíð og svo Sossu sólskinsbarn. „Þær eiga það sameiginlegt að vera ákveðnar, hugmyndaríkar, framhleypnar og dálítið sérstakar," segir Esther sem segist sjálf hafa fundið fyrir nokkurskonar fordómum vegna hárlitarins eins og flestir rauðhærðir að hennar sögn. Henni var strítt þegar hún var lítil, „en sjálf er ég mjög ákveðin þannig það hætti mjög fljótlega." Hún segir alla þá sem eru rauðhærðir vera mjög meðvitaðir um hárlitinn. Hann móti þá frekar sem persónur heldur en þegar einstaklingar eru dökkhærðir eða ljóshærðir. „Misrétti gagnvart rauðhærðum er sjaldnast tekið alvarlega," segir Esther og bendir á að ef dagurinn hefði heitið til að mynda: Spörkum í samkynhneigða-dagurinn. Eða: Spörkum í svarta-dagurinn. Þá yrði málið væntanlega lögreglumál fljótlega. „En það er gott að það sé verið að fjalla um þetta. Foreldrar þurfa náttúrulega að ræða almennt við börn um ofbeldi, þá ekki bara gegn rauðhærðum," segir Esther að lokum. Tengdar fréttir Hvetja skóla til þess að koma í veg fyrir ofbeldi gegn rauðhærðum Landsamtök foreldra - Heimili og skóli, beinir þeim tilmælum til skólastjórnenda að vekja athygli foreldra og nemanda á því að „Kick a ginger day“ framtakið, sem hefur verið boðað á Facebook, verði ekki liðið. 19. nóvember 2009 13:24 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Íslenskufræðingurinn Esther Ösp Gunnarsdóttir segir misrétti gegn rauðhærðum sjaldnast tekið alvarlega. Sjálf er hún rauðhærð, fjölskyldan og kærastinn líka. Þar að auki þá skrifaði hún B.A. ritgerð í íslensku um rauðhærðar sögupersónur í barnabókum. Esther hefur meira að það segja prentað boli fyrir rauðhærða auk þess sem hún ásamt fjölskyldu halda úti síðunni, rauðhausar.com. Á Facebook er hvatt til þess að fólk taki þátt í svokölluðum „Kick a ginger day". Það mætti þýða sem: „Spörkum í rauðhærða-dagurinn". Samtök Heimilis og skóla hafa sent út tilkynningu þar sem yfirvöld eru beðin um að taka hart á slíku framferði. Þá hafa skólastjórnendur í Kópavogi sent foreldrum bréf vegna málsins og þau hvött til þess að fræða börnin sín. Í fjölmiðlum hefur komið fram að dagurinn hafi sprottið upp vegna Southpark-þáttar sem var sýndur fyrir allnokkru. Hann gekk út á að ein sögupersónan fór í nánast heilagt stríð við rauðhærða í bænum og sagði þá sálarlausa. Esther bendir hinsvegar á að dagurinn eigi sér eldri rætur. Í Bretlandi kallast dagurinn „Gingers bashing day" eða „lúberjum rauðhærða-dagurinn". Sá dagur er enn haldin hátíðlegur í minnst einum framhaldsskóla í Bretlandi. „Þetta eru frekar undarlegt viðbrögð hjá þjóð sem telur 15 prósent rauðhærðra," segir Esther en Bretar eiga hæsta hlutfall rauðhærðra í heiminum. Esther skrifaði ritgerð um rauðhærðar kjarnakonur í fjórum barnasögum. Það er að segja, Línu Langsokk, Fríðu framhleypnu, Önnu í Grænuhlíð og svo Sossu sólskinsbarn. „Þær eiga það sameiginlegt að vera ákveðnar, hugmyndaríkar, framhleypnar og dálítið sérstakar," segir Esther sem segist sjálf hafa fundið fyrir nokkurskonar fordómum vegna hárlitarins eins og flestir rauðhærðir að hennar sögn. Henni var strítt þegar hún var lítil, „en sjálf er ég mjög ákveðin þannig það hætti mjög fljótlega." Hún segir alla þá sem eru rauðhærðir vera mjög meðvitaðir um hárlitinn. Hann móti þá frekar sem persónur heldur en þegar einstaklingar eru dökkhærðir eða ljóshærðir. „Misrétti gagnvart rauðhærðum er sjaldnast tekið alvarlega," segir Esther og bendir á að ef dagurinn hefði heitið til að mynda: Spörkum í samkynhneigða-dagurinn. Eða: Spörkum í svarta-dagurinn. Þá yrði málið væntanlega lögreglumál fljótlega. „En það er gott að það sé verið að fjalla um þetta. Foreldrar þurfa náttúrulega að ræða almennt við börn um ofbeldi, þá ekki bara gegn rauðhærðum," segir Esther að lokum.
Tengdar fréttir Hvetja skóla til þess að koma í veg fyrir ofbeldi gegn rauðhærðum Landsamtök foreldra - Heimili og skóli, beinir þeim tilmælum til skólastjórnenda að vekja athygli foreldra og nemanda á því að „Kick a ginger day“ framtakið, sem hefur verið boðað á Facebook, verði ekki liðið. 19. nóvember 2009 13:24 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Hvetja skóla til þess að koma í veg fyrir ofbeldi gegn rauðhærðum Landsamtök foreldra - Heimili og skóli, beinir þeim tilmælum til skólastjórnenda að vekja athygli foreldra og nemanda á því að „Kick a ginger day“ framtakið, sem hefur verið boðað á Facebook, verði ekki liðið. 19. nóvember 2009 13:24