Enski boltinn

Wilkins efins um að Maldini komi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paolo Maldini eftir sinn síðasta leik með AC Milan.
Paolo Maldini eftir sinn síðasta leik með AC Milan. Nordic Photos / AFP

Ray Wilkins, aðstoðarstjóri Chelsea, segist efast um að Paolo Maldini muni fylgja Carlo Ancelotti og taka að sér þjálfarastarf hjá Chelsea.

Maldini lagði í vor knattspyrnuskóna á hilluna eftir 25 ára leikmannaferil með AC Milan. Þar var Carlo Ancelotti stjóri en hann mun taka við liði Chelsea um næstu mánaðamót.

„Ég þekki hann vel og var þeirrar gæfu aðnjótandi að spila með honum en ég veit ekki hvort hann muni koma," sagði Wilkins í samtali við breska fjölmiðla en hann lék með AC Milan frá 1984 til 1987.

„Hann og Carlo eru mjög góðir vinir en ég tel að það sé ekki nægilega langur tími liðinn frá því að hann hætti að spila. Hann þarf á hvíld að halda."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×