Innlent

Búið að ráða niðurlögum eldsins - myndir

Búið er að ná tökum á eldinum í Höfða. Mikill eldur blossaði upp í þessu sögufræga húsi rétt fyrir sex í kvöld.

Rífa þurfti hlut af þakinu til þess að komast að eldinum þar var hann mestur. Mest af menningaverðmætum var bjargað en meðal þeirra sem voru í björgunarstarfinu var borgarstjórn Reykjavíkur.

Meðal annars mátti sjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, og Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknar bera út málverk og innanstokksmuni.

Skemmdir eru talsverðar en húsið er ekki ónýtt.


Tengdar fréttir

Eldur í Höfða

Eldur kviknaði í Höfða fyrir stundu. Nokkrir slökkviliðsbílar eru mættir á vettvang ásamt lögreglu og sjúkrabílum. Ekki er vitað hversu mikill eldur er í húsinu en slökkvistarf er hafið.

Slökkviliðsmenn rífa þakið af Höfða

Slökkviliðsmenn reyna í þessum töluðu orðum að slökkva eldinn bæði inn í Höfða og úti samkvæmt fréttaritara. Þá er verið að rífa hluta af þakinu af til þess að komast að eldinu svo það sé auðveldara að slökkva hann.

Borgarstjórn ber út menningaverðmæti

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, bera út málverk og sófasett úr Höfða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×