Enski boltinn

Macheda í byrjunarliði Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Federico Macheda fær tækifærið í dag.
Federico Macheda fær tækifærið í dag. Mynd/GettyImages

Alex Ferguson hefur tilkynnt byrjunarliði sitt fyrir leikinn á móti Middlesbrough sem hefst klukkan 11.45. Ítalski táningurinn Federico Macheda er í byrjunarliðinu en Cristiano Ronaldo er á bekknum.

Federico Macheda verður í sóknarlínunni ásamt þeim Wayne Rooney, Dimitar Berbatov og Ryan Giggs. Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez eru því báðir á bekknum að þessu sinni.

Michael Carrick er ekki í hópnum ekki frekar en Rio Ferdinand sem náði ekki að hrista af sér meiðslin frá því í Meistaradeildarleiknum í vikunni. Jonny Evans er miðverðinum í stað Ferdinand.



Byrjunarlið Man Utd: Foster, O'Shea, Vidic, Evans, Evra, Park, Scholes, Giggs, Rooney, Berbatov, Macheda. Varamenn Man Utd: Kuszczak, Ronaldo, Anderson, Nani, Rafael Da Silva, Gibson, Tevez.

Byrjunarlið Middlesbrough: Jones, McMahon, Wheater, Huth, Hoyte, O'Neil, Sanli, Bates, Downing, King, Aliadiere. Varamenn Middlesbrough: Turnbull, Digard, Emnes, Alves, Arca, Adam Johnson, Grounds.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×