Innlent

Tíu innbrot framin á dag á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sviðsett mynd af innbrotsþjófi. Mynd/ Hilmar.
Sviðsett mynd af innbrotsþjófi. Mynd/ Hilmar.
Að meðaltali voru framin 10 innbrot á dag á Íslandi fyrstu átta mánuði þessa árs, samkvæmt bráðabirgðatölfræði Ríkislögreglustjóra. Tölurnar sýna að innbrot fyrstu 8 mánuði ársins voru 2.457 talsins sem jafngildir rúmlega 300 innbrotum á mánuði.

Í tæplega helmingi tilvika, eða 1188 tilvikum, er vettvangur íbúðarhúsnæði og einkalóð eða akbraut og bifreiðastæði. Hlutfall innbrota í verslanir og fyrirtæki er 21% og 18% fellur undir annan óskilgreindan vettvang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×