Enski boltinn

Liverpool orðað við Negredo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alvaro Negredo, lengst til vinstri, fagnar marki í leik með Almeria.
Alvaro Negredo, lengst til vinstri, fagnar marki í leik með Almeria. Nordic Photos / AFP

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur verið sagður á eftir spænska framherjanum Alvaro Negredo sem hefur slegið í gegn með Almeria í spænsku úrvalsdeildinni í vetur.

Negredo hefur skorað nítján mörk fyrir Almeria í deildinni í vetur og alls 32 mörk á síðustu tveimur tímabilum.

Fulham reyndi að kaupa hann í janúar síðastliðnum en án árangurs og þá hefur Aston Villa einnig verið orðað við hann.

Sjálfur sagði hann í samtali við fréttastofu Sky Sports að hann væri spenntur fyrir Liverpool. „Það væri draumur að fá að spila með Fernando Torres á Anfield og hvaða leikmaður sem er væri reiðubúinn til þess."

„En ég hef ekki rætt við Rafa Benitez en veit þó að einhver samskipti hafa átt sér stað á milli félaganna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×