Fíkniefnamarkaðurinn afar ábatasamur 23. september 2009 09:50 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. „Fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi er mjög ábatasamur. Hér á landi er að finna fólk sem auðgast hefur gríðarlega á innflutningi og sölu fíkniefna. Umsvif erlendra hópa, einkum frá Litháen, hafa einnig verið áberandi," sagði Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, í ræðu sem hann flutti á málþingi Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, í gær. Umræðuefni málþingsins var „Er skipulögð glæpastarfsemi raunveruleg ógn á Íslandi?". Haraldur sagði það vera niðurstöðu sína að þessari spurningu bæri að svara játandi. Á síðustu árum hefði orðið algjör grundvallarbreyting á skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Hún væri skipulagðri en áður auk þess nýir aðilar létu nú til sín taka á þessum vettvangi. Haraldur sagði skipulagða glæpastarfsemi vera raunveruleg ógn. „Skipulögð glæpastarfsemi er raunveruleiki sem stjórnvöld á Íslandi og almenningur allur verður að horfast í augu við; þetta er veruleiki sem kallar á viðbrögð af margvíslegum toga og síðast en ekki síst er hér um að ræða þróun sem sjálfsagt og mikilvægt er að upplýsa fólkið í landinu um," sagði Haraldur. Ríkislögreglustjóri fjallaði einnig í ræðu sinni um um greiningardeild ríkislögreglustjóra, alþjóðavæðingu skipulagðrar glæpastarfsemi, mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu á sviði löggæslunnar og áhrif efnahagshrunsins á Íslandi. „Mikilvægi alþjóðasamvinnu á sviði löggæslu fer vaxandi með degi hverjum. Þátttaka í slíku samstarfi krefst sérþekkingar, hún krefst mannafla og, já, hún kostar peninga. Ætli Íslendingar sér að takast á við þann vaxandi vanda sem skipulögð glæpastarfsemi hefur í för með sér verður það aldrei gert án traustrar og víðtækrar samvinnu við erlendar löggæslustofnanir. Tal um annað er í besta falli til marks um þekkingarskort í því versta birtingarmynd sjálfsblekkingar," sagði Haraldur. Ræðuna er hægt að lesa hér. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
„Fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi er mjög ábatasamur. Hér á landi er að finna fólk sem auðgast hefur gríðarlega á innflutningi og sölu fíkniefna. Umsvif erlendra hópa, einkum frá Litháen, hafa einnig verið áberandi," sagði Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, í ræðu sem hann flutti á málþingi Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, í gær. Umræðuefni málþingsins var „Er skipulögð glæpastarfsemi raunveruleg ógn á Íslandi?". Haraldur sagði það vera niðurstöðu sína að þessari spurningu bæri að svara játandi. Á síðustu árum hefði orðið algjör grundvallarbreyting á skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Hún væri skipulagðri en áður auk þess nýir aðilar létu nú til sín taka á þessum vettvangi. Haraldur sagði skipulagða glæpastarfsemi vera raunveruleg ógn. „Skipulögð glæpastarfsemi er raunveruleiki sem stjórnvöld á Íslandi og almenningur allur verður að horfast í augu við; þetta er veruleiki sem kallar á viðbrögð af margvíslegum toga og síðast en ekki síst er hér um að ræða þróun sem sjálfsagt og mikilvægt er að upplýsa fólkið í landinu um," sagði Haraldur. Ríkislögreglustjóri fjallaði einnig í ræðu sinni um um greiningardeild ríkislögreglustjóra, alþjóðavæðingu skipulagðrar glæpastarfsemi, mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu á sviði löggæslunnar og áhrif efnahagshrunsins á Íslandi. „Mikilvægi alþjóðasamvinnu á sviði löggæslu fer vaxandi með degi hverjum. Þátttaka í slíku samstarfi krefst sérþekkingar, hún krefst mannafla og, já, hún kostar peninga. Ætli Íslendingar sér að takast á við þann vaxandi vanda sem skipulögð glæpastarfsemi hefur í för með sér verður það aldrei gert án traustrar og víðtækrar samvinnu við erlendar löggæslustofnanir. Tal um annað er í besta falli til marks um þekkingarskort í því versta birtingarmynd sjálfsblekkingar," sagði Haraldur. Ræðuna er hægt að lesa hér.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira