Enski boltinn

Martin Petrov: Ég fékk ekki sanngjarna meðferð hjá Hughes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Petrov.
Martin Petrov. Mynd/AFP

Búlgarinn Martin Petrov snéri aftur í lið Manchester City eftir tveggja mánaða fjarveru og skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Stoke. Petrov þakkaði Roberto Mancini fyrir byrjunarliðssætið með því að skora fyrsta mark City undir stjórn Ítalans.

Martin Petrov var búinn að byrja þrjá leiki hjá Manchester City í vetur en hafði alltaf misst sætið sitt þrátt fyrir að skora í þeim öllum. „Ég var alltaf settur á bekkinn þegar ég skoraði," sagði Petrov.

„Núna er ekki rétti tíminn til að tala um allt það sem hefur gengið á hjá mér undanfarna sex mánuði. Ég mun kannski segja frá því einhvern tímann seinna en það eina sem ég get sagt núna er að ég fékk ekki sanngjarna meðferð hjá Mark Hughes," sagði Petrov.

„Hver og einn þjálfari hefur sínar leikaðferðir og sínar hugmyndir en við vorum búnir að fá á okkur níu mörk í síðustu þremur leikjum. Við náðum að gera betur í dag," skaut Petrov.

„Ég veit að við getum spilað betur en við gerðum í dag en við höfum bara náð að æfa í fjóra daga með nýja stjóranum. Það voru líka allir smá stressaðir í þessum leik því það ætluðu allir að sýna nýja stjóranum hvað þeir geta," sagði Petrov.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×