Heiðar Helguson lék allan leikinn með Watford-liðinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli á móti Nottingham Forrest í ensku b-deildinni í dag. Nottingham Forrest tapaði þarna dýrmætum stigum og gæti því misst annað sætið seinna í dag.
Heiðar lét finna fyrir sér frá byrjun leiks og var kominn með gult spjald strax á 14. mínútu leiksins. Heiðar skoraði fimm mörk í fyrstu fimm leikjum sínum en hefur nú ekki skorað í rúman mánuð.
Watford er í 12. sæti deildarinnar eftir þennan leik en það gæti breyst eftir að aðrir leikir deildarinnar klárast í dag.