Enski boltinn

Ancelotti: Hleyp nakinn í snjónum ef við kaupum nýjan framherja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Mynd/AFP

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fullvissaði fjölmiðlamenn um það að Chelsea myndi ekki kaupa nýjan framherja í janúar þótt að Nicolas Anelka sé meiddur og þeir Didier Drogba og Salomon Kalou á leiðinni í Afríkukeppnina í heilan mánuð. Chelsea er að spila við Birmingham þessa stundina.

„Ég er að segja ykkur sannleikann. Það er enginn möguleiki á því að ég kaupi nýjan framherja í janúar og ég er tilbúinn að leggja undir til að sannfæra ykkur um það. Ég skal hlaupa nakinn í snjónum ef við við kaupum nýjan framherja," sagði Ancelotti.

„Ég ætla að treysta á ungu strákana Fabio Borini og Daniel Sturridge. Þeir fá tækifæri í janúar til að sýna hæfileika sína," bætti Ítalinn við.

„Vandamálið er að þeir eru ungir og reynslulitlir. Við verðum að hafa hugrekkið til að leyfa þeim að spila því þeir eru mjög góðir. Ég er ekki að taka neina áhættu með þessu því það væri aðeins áhætta ef að þeir gætu ekkert," sagði Ancelotti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×