Enski boltinn

Mancini getur ekki beðið eftir því að byrja með Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta er stór dagur fyrir Roberto Mancini.
Þetta er stór dagur fyrir Roberto Mancini. Mynd/AFP

Roberto Mancini byrjar stjóraferil sinn hjá Manchester City í dag þegar liðið tekur á móti Stoke City en þetta er einn af átta leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn hefst klukkan 15.00.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik. Ég vona að þetta verði góður dagur fyrir stuðningsmennina og við náðum að vinna þennan leik. Ég get ekki beðið eftir því að byrja," sagði Roberto Mancini.

„Stoke er með dæmigerði enskt lið, líkamlega sterkir og fylgnir sér þannig að þetta verður erfiður leikur fyrir okkur," sagði Ítalinn.

Manchester City er í 6. sæti deildarinnar með 29 stig eða fjórum stigum á eftir Tottenham (5.sæti) og sex stigum á eftir Arsenal og Aston Villa. City-liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum en hefur hinsvegar gert jafntefli í fleiri leikjum (8) en liðið hefur unnið (7).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×