Enski boltinn

Rafael Benitez: Steven Gerrard þarf að bæta sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool. Mynd/AFP

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segir að fyrirliðinn hans, Steven Gerrard, finnist hann sjálfur ekki vera í nægilega góðu formi. Gerrard var með 11 mörk og Liverpool í toppsæti deildarinnar á sama tíma í fyrra en nú er hann aðeins með búinn að skora fjögur og Liverpool situr í 8. sætinu.

„Steven veit að hann þarf að bæta sig og það er mjög jákvætt að hann geri sér sjálfur grein fyrir því," sagði Rafael Benitez.

„Hann veit það vel að hann er mikilvægur leikmaður fyrir þetta lið. Hann átti ekki góðan dag í síðasta leik en það getur alltaf gerst. Mikilvægast er að ná upp sjálfstraustinu og við erum allir að vinna í því," sagði Benitez.

Liverpool mætir nýliðum Wolves á Anfield í kvöldleik ensku úrvalsdeildarinnar en leikurinn hófst klukkan 17.30.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×