Enski boltinn

Gerrard: Vorum komnir með stuðningsmennina á bakið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard fagnar markinu mikilvæga fyrir Liverpool í dag.
Steven Gerrard fagnar markinu mikilvæga fyrir Liverpool í dag. Mynd/AFP

Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, létti mikið þegar hann kom sínu liði yfir í 2-0 sigri á Wolves íensku úrvalsdeildinni í kvöld. Það leyndi sér ekki þegar Gerard fagnaði marki sínu sem hann skoraði af harðfylgni með skalla eftir fyrirgjöf Emiliano Insua.

„Þetta snérist allt um að ná fyrsta markinu. Við vorum stressaðir á tíma í leiknum og við vorum komnir með stuðningsmennina á bakið. Við vissum að það væri lykilatriðið að halda í trúna um að markið kæmi og það kom," sagði Steven Gerrard.

„Þegar þú ert ekki að ná þeim úrslitum sem þú býst við að ná þá hefur það alltaf áhrif á sjálfstraustið. Við viljum koma okkur aftur á sporið. Leikmenn liðsins eru sárir þessa stundina en ef við mætum áfram með hugarfarið sem var í liðinu í dag þá komumst við þangað sem við viljum vera," sagði Gerrard.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×