Innlent

Hafði áður ráðist á stelpuna

Ein stúlkan hafði áður ráðist að stelpunni. Sviðsett mynd.
Ein stúlkan hafði áður ráðist að stelpunni. Sviðsett mynd.
Ein stúlknanna sem réðst að fimmtán ára gamalli stúlku með fólskulegum hætti og lamdi hana í Heiðmörk hefur áður ráðist að stelpunni og lamið hana. Það var fyrir tveimur vikum síðan. Þetta staðfestir Hrönn Óskarsdóttir, systir árásarþolans, í samtali við fréttastofu.

„Hún var búin að hóta henni og bað hana um að hitta sig á Pizza Hut undir því yfirskini að ræða málin. Svo þegar systir mín kemur þangað þá ræðst hún á hana en það er stoppað strax," segir Hrönn. Hún segir að í þessu tilfelli hafi GSM síma systur hennar verið stolið. Hrönn segir að stúlkan hafi síðan hringt í hana til að biðjast afsökunar á þessu og biðja hana um að klára það mál. En þá hafi þær ráðist á hana með þeim hætti sem þegar hefur verið lýst. „Þannig að þær létu verða af þessu þó svo að þær hefðu lofað að gera það ekki," segir Hrönn.

Hrönn segir að systir sín sé enn í miklu sjokki og eigi eftir að átta sig betur á því sem gerðist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×