Innlent

Umtalað lyf fyrir MS sjúklinga lækkar um 18,5%

Lyfjagreiðslunefnd hefur endurskoðað verð á Tysabri, lyfi fyrir MS sjúklinga, til samræmis við meðalverð á lyfinu í samanburðarlöndunum Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Verðlækkunin er að raunvirði um 18,5%.

Talsvert hefur verið fjallað um Tysabri í fréttum undanfarið og aðgengi sjúklinga að lyfinu. Nýverið var tekist á um málið á Alþingi.

Má gera ráð fyrir að um sé að ræða 18 milljón króna lækkun á árskostnaði á heildsöluverði miðað við sölu lyfsins á síðasta ári, að fram kemur í tilkynningu frá Lyfjagreiðslunefnd




Tengdar fréttir

Ásta geri grein fyrir alvarlegum ásökunum sínum

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sagði á Alþingi fyrir stundu að hann færi fram á það að Ásta Möller þingmaður gerði grein fyrir alvarlegum ásökunum sínum gagnvart læknum í landinu. Ögmundur sagðist ætla að ræða ummæli Ástu um MS lyfið Tysabri á fundi heilbrigðisnefndar á miðvikudaginn.

Klínísk sjónarmið ráða því hverjir fá Tysabri lyfið

Björn Zoëga, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, segir læknisfræðileg sjónarmið og niðurstöður rannsókna ráða því hvaða sjúklingar fái Tysabri meðferð á spítalnum. Ein aðalástæðan fyrir töf eru dauðsföll eftir gjöf lyfsins erlendis. Lyfið er nýtt og hefur hamlandi áhrif á MS sjúkdóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×