Innlent

Samfylkingin stendur vel þrátt fyrir tap

Skúli Helgason fyrrum framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar.
Skúli Helgason fyrrum framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar.

Samfylkingin tapaði mest allra stjórnmálaflokka á árinu 2007 eða um 90 milljónum króna. Skúli Helgason fyrrum framkvæmdarstjóri flokksins segir tapið skiljanlegt þar sem rekstur stjórnmálaflokka sé nokkurskonar vertíðarbúskapur. Á kosningaári eyði flokkarnir en noti hin til þess að safna fé. Hann segir Samfylkinguna hafa náð að greiða allar sínar kosningaskuldir frá árinu áður sem sé einsdæmi.

„Það eru miklar sveiflur á milli ára í þessu og þetta er í fyrsta sinn sem tekinn er saman svokallaður samstæðureikningur. Hann samanstendur af landsflokknum og tæplega sjötíu aðildarfélögum okkar um allt land," segir Skúli.

„En flokkurinn stendur mjög vel og við náðum til dæmis að greiða allar okkar kosningaskuldir frá því í fyrra. Það er að menn náðu að klára skuldirnar ári eftir kosningarnar sem er einsdæmi hjá okkur."

Skúli nefnir einnig að flokkurinn hafi náð að greiða niður langtímaskuldir mjög hratt en þær eru nú aðeins 5% af veltu flokksins. „Það verður að teljast mjög gott."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×